Viðbótaraðgerð

Í viðbótaraðgerð felst að skurðlæknir opnar aftur svæðið þar sem fleygskurðurinn var gerður eða brottnámssýnið tekið og fjarlægir meira af þeim vef sem var umhverfis æxlið. Þetta er gert ef í ljós kemur að í skurðbrúnum finnast krabbameinsfrumur. Mjög mikilvægt er að fá „spássíu" af hreinum vef umhverfis upprunalega æxlið til að vera viss um að æxlið hafi allt verið fjarlægt.

ÞB