Kostnaður við fyrirbyggjandi skurðaðgerð

*Meti læknir þinn og/eða sérfræðingur það svo að það skipti sköpum fyrir heilsu þína, andlega og/eða líkamlega, að fara í fyrirbyggjandi skurðaðgerð(ir), þarftu sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum sem er því samfara.

*Teljir þú það brýnt, en læknir þinn er ekki sammála þér, áttu ekki um annað að velja en finna lækni sem skilur líðan þína og hvaða máli þetta getur skipt fyrir þig. Hérlendis eru margir læknar hlynntir svona aðgerðum og tilbúnir að styðja ákvörðun sem byggð er á raunverulegum aðstæðum og raunsæju mati.


*Málsgreinar merktar stjörnu eru þýðanda og ábyrgðarmanns. Greinin í heild er staðfærð til samræmis við aðstæður hér á landi.


ÞB