Tilfinningaleg áhrif þess að fara í fyrirbyggjandi skurðaðgerð
Því getur fylgt gífurlegt álag að vita af afbrigðilegum arfbera brjóstakrabbameins hjá sjálfum sér og það álag getur haft áhrif á ákvörðunina um að fara í fyrirbyggjandi skurðaðgerð:
-
Sértu með ættgengan krabbameinsarfbera hefur þú hugsanlega þurft að horfa upp á móður þína eða systur deyja úr brjóstakrabbameini eða krabbameini í eggjastokkum. Það getur framkallað mikinn ótta við að hið sama eigi eftir að henda þig. Þú gætir tekið þann kost að fara í fyrirbyggjandi skurðaðgerð(ir) til að reyna að sigrast á óttanum.
-
Hins vegar má vera að þér finnist tilhugsunin um að missa brjóst og eggjastokka óbærilegri en óttinn við að fá hugsanlega krabbamein. Sé því þannig varið, farnast þér ef til vill betur með því að halda þig við agaða og heilsusamlega lifnaðarhætti og fara oft og reglulega í skoðun hjá lækni og á leitarstöð.
Þú hefur tíma til að ákveða þig
Ekkert liggur á að taka ákvörðun í sambandi við fyrirbyggjandi skurðaðgerð. Þú hefur tímann fyrir þér. Með rannsókn hefur verið sýnt fram á að fyrirbyggjandi brjóstnám og brottnám eggjastokka skilaði nánast jafngóðum árangri hvort sem aðgerðirnar voru framkvæmdar á konum um fertugt, þegar þær höfðu alið börnin, eða um þrítugt. Að sjálfsögðu er það þó alltaf þannig að ákvörðun um að fara í fyrirbyggjandi skurðaðgerð krefst mikillar umhugsunar á hvaða aldri sem er. Sú ákvörðun verður ekki tekin nema að höfðu samráði við lækna, sálfræðinga og aðra í heilbrigðisstétt eftir þörfum, við ástvini og hugsanlega einnig andlega ráðgjafa.
ÞB