Aðferðin

Í hverju felst varðeitlagreining?

Á skurðstofunni sprautar skurðlæknir geislavirkum vökva, bláu sporefni eða hvoru tveggja í svæðið umhverfis æxlið. Síðan bíður læknirinn þess að sjá hvert liturinn fer eða þjappast saman. Sérstakt tæki er notað til að fylgjast með geislavirkum vökvanum.

pre_surgery_step1_tcm8-small

Stækka mynd

Skref I: Bláum lit sprautað í fleygskurðarsvæðið

A blár litur á fleygskurðarsvæði

B holhandareitlar: hæð I

C holhandareitlar: hæð II

D holhandareitlar: hæð III

 

 

 pre_surgery_step2_tcm8-small

Stækka mynd

Skref II: Blár litur berst með sogæðum frá fleygskurðarsvæði í átt að holhönd

A blár litur á fleygskurðarsvæði

B holhandareitlar: hæð I

C holhandareitlar: hæð II

D holhandareitlar: hæð III

E stórar sogæðar

F smáar sogæðar

G varðeitlar taka upp litinn

 

 pre_surgery_step3_tcm8-small

Stækka mynd

Skref III: Blár litur fyllir varðeitil (-eitla) í holhönd

A blár litur á fleygskurðarsvæði

B holhandareitlar: hæð I

C holhandareitlar: hæð II

D holhandareitlar: hæð III

E stórar sogæðar

F smáar sogæðar

G varðeitlar

 

Með þessari aðferð má sjá hvaða leið sogæðavökvinn rennur úr þeim hluta brjóstsins sem „hýsti" æxlið. Hún sýnir hvaða eitill er „varðeitill" tiltekins æxlis. Eftir að varðeitill hefur verið fjarlægður ásamt tveimur eða þremur eitlum sem næstir honum liggja, skoðar læknirinn þá á skurðstofunni og þreifar til að kanna hvort krabbamein virðist hafa borist í þá. Þetta er aðeins ónákvæm skoðun og skilar ekki endanlegum niðurstöðum. Því næst eru eitlarnir sendir á rannsóknastofu þar sem meinafræðingur skoðar þá í smásjá.

 ÞB