Hverjum hentar varðeitlagreining?

Varðeitlagreining er góður kostur fyrir konur með ífarandi brjóstakrabbamein á fyrstu stigum þar sem líkur á að eitlar séu sýktir eru litlar eða í meðallagi. Lestu meira um þessa aðferð.

Hjá þessum konum er brýnt að komast að því hvort krabbameinið hefur sáð sér úr brjóstinu. Hins vegar er líka skynsamlegt að fjarlægja aðeins þá fáu eitla sem líklegir eru til að veita þessar mikilvægu upplýsingar í stað þess að fjarlægja marga eitla aðra „sem ná að að sinna hlutverki sínu" og sjá um aðra hluta brjóstsins.  

Stundum grunar skurðlækninn, á grundvelli læknisskoðunar, röntgenmyndar eða stærðar æxlis, að meinið hefur borist í eitla. Þegar spurt er í HVE MÖRGUM eitlum krabbameins finnst, en ekki bara HVORT það finnst, er skynsamlegast að framkvæma hefðbundið brottnám eitla í holhönd  og taka marga eitla. Enginn vill að krabbamein sé látið óáreitt í eitlum AUK ÞESS sem gott er að fá að vita í hve marga eitla krabbamein hefur borist: 

  • Eru það einn upp í þrjá?

  • Eru það frá fjórum upp í níu?

  • Eru þeir fleiri en tíu?

Rannsakendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að eftir því sem sýktum eitlum fjölgar, þeim mun alvarlegri verður sjúkdómurinn og þeim mun hastarlegri meðferða þarf að grípa til. 

Almennt gildir sú regla að varðeitlagreining eigi EKKI við þegar í hlut eiga konur sem

  • líklegt er að séu með krabbamein í eitlum. 

  • hafa farið í aðgerð eða meðferð áður sem kann að hafa breytt eðlilegri sogæðastarfsemi.

Auk þess er hugsanlegt að varðeitlagreining sé ekki heppileg ef:

  • Konur eru komnar yfir fimmtugt. Hjá þeim kann sogæðastarfsemin að hafa breyst með aldrinum og sé svo gefur varðeitill hugsanlega ekki áreiðanlegar upplýsingar um ástand annarra eitla.

  • Konur hafa farið í meðferð með krabbameinslyfjum fyrir skurðaðgerð í því skyni að minnka stórt æxli eða meðhöndla marga sýkta eitla. Þá kann sogæðastraumurinn að hafa breyst af völdum bólgu eða örvefjar sem myndast þegar líkaminn og krabbameinslyfin heyja baráttu sína við krabbameinsæxlið. 

ÞB