Næstu skref

Ef varðeitillinn sýnir ENGIN merki um krabbamein er líklegt að í öðrum holhandareitlum finnist ekki heldur krabbamein. Líkur eru því góðar á að krabbameinið hafi ekki sáð sér úr brjóstinu. Ákvarðanir um meðferð má nú taka með þessar mikilvægu upplýsingar í huga.  

Reynist varðeitillinn INNIHALDA krabbameinsfrumur, þarf að ganga skrefinu lengra. Það má gera með ýmsu móti: 

  • Skurðlæknir sem grunar, meðan á aðgerð stendur, að varðeitill sé sýktur af krabbameini, getur ákveðið að nýta aðgerðina og fjarlægja fleiri eitla til að senda í rannsókn (brottnám holhandareitla).

  • Sýni meinarannsókn töluvert af krabbameinsfrumum í varðeitlinum (eða -eitlunum) eftir skuraðgerð, kann skurðlæknir að mæla með að skorið sé á nýjan leik — (brottnám holhandareitla) — í því skyni að fjarlægja og rannsaka fleiri eitla úr holhöndinni.

  • Í stað þess að önnur skurðaðgerð fari fram, kann læknateymið að komast að þeirri niðurstöðu að geislameðferð á eitlasvæðið sé besta leiðin til að vinna á krabbameini sem kann að hafa borist þangað. 

ÞB