Rannsóknarfréttir af skurðmeðferðum við brjóstakrabbameini

Skurðaðgerð hefur lengi verið hluti að hefðbundinni meðferð við brjóstakrabbameini. Áður fyrr þýddi það yfirleitt að allt brjóstið var tekið — án tillits til þess hve stórt eða lítið æxlið var eða á hvaða stigi krabbameinið var. Margt hefur hins vegar breyst á undanförnum árum.

Nú liggja fyrir niðurstöður úr langtíma rannsóknum, áreiðanlegum könnunum með þátttöku fjölmargra sem sýna að róttækt brjóstnám er engu áhrifaríkara en aðgerðir sem ekki hafa svo afskræmandi áhrif á útlit kvenna.

Nú er einnig vitað að fyrir konur með eitt lítið æxli (minna en 4 sentímetrar) sem er fjarlægt með hreinum skurðbrúnum er fleygskurður með eftirfarandi geislameðferð jafn áhrifarík meðferð og brjóstnám (allt brjóstið tekið). 

Hér má einnig lesa um nýlegar rannsóknir á fyrirbyggjandi skurðaðgerðum á konum sem mikil hætta er á að fái brjóstakrabbamein og fleiri mikilvæg efni sem snerta skurðaðgerðir sérstaklega.

Þessar fréttir af rannsóknum eru hluti af því sem á breastcancer.org kallast  Research News.  Sérfræðingar vefsetursins fara yfir nýlegar niðurstöður rannsókna í leit að spennandi framförum, mikilvægum nýjum upplýsingum og breytingum á því hvernig brjóstakrabbamein er meðhöndlað og greint. Niðurstöðurnar eru settar fram á auðskiljanlegu máli, mikilvægi þeirra er útskýrt, hvernig staðið var að þeim og hvaða þýðingu niðurstöðurnar kunna að hafa fyrir lesandann.

*Greinarnar í Research News eru aðkeyptar á vef breastcancer.org og undir lögum um höfundarétt. Því er óheimilt án sérstaks leyfis að snara þeim á íslensku og birta á brjostakrabbamein.is.

 

*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB