Brjóstnám
Lengi vel var aðgerð sem gekk undir heitinu róttækt brjóstnám eina meðferðin sem konum bauðst þegar þær greindust með brjóstakrabbamein. Engu skipti á hvaða stigi krabbameinið var, brjóstnám var eini kosturinn. Konur græddu ekkert á því að krabbamein uppgötvaðist snemma og þær áttu þess ekki kost að fara í umfangsminni skurðaðgerð sem lék líkama þeirra og útlit ekki jafn grátt. Síðan hefur margt breyst. Við brjóstnám er ekki lengur tekið jafn mikið af brjóstinu, örið er ekki jafn stórt og útlitið bíður ekki sama skaða og áður. Nýlegar aðferðir felast m.a. í því að taka brjóstið en skilja húðina eftir. Sömu sögu er að segja um þá aðferð að láta geirvörtuna halda sér en taka brjóstið. Rannsóknir í aldarfjórðun sýna að árangurinn batnar ekki endilega eftir því sem meira er tekið. Brjóstnám getur nú til dags verið mismunandi aðgerð frá einni manneskju til annarrar við mismunandi aðstæður.
„Einfalt" eða „fullt" brjóstnám
Í aðgerð sem þessari er áherslan öll á brjóstvefnum.
-
Skurðlæknir tekur fjarlægir allt brjóstið.
-
Hann fjarlægir enga eitla í holhönd. Endrum og sinnum kunna eitlar þó að vera fjarlægðir af því að þeir eru staðsettir í þeim hluta brjóstsins sem er fjarlægður
-
Vöðvar undir brjóstinu eru ekki fjarlægðir.
Fullt brjóstnám er aðgerð sem er viðeigandi fyrir konur með staðbundið krabbamein í mjólkurgangi eða DCIS og konur sem fara í fyrirbyggjandi brottnám — það er: láta taka af sér brjóstin til að koma í veg fyrir að þær fái krabbamein í þau.
|
Kona eftir einfalt (fullt) brjóstnám A bleika upplýsta svæðið sýnir vefinn sem er fjarlægður við brjóstnámið |
Breytt róttækt brjóstnám
Breytt róttækt brjóstnám felur í sér að bæði brjóstvefur og eitlar eru fjarlægðir.
-
Skurðlæknir fjarlægir allt brjóstið.
-
Brottnám eitla úr holhönd; aðgerð sem felur í sér að teknir eru holhandareitlar á I. og II. hæð (B og C á mynd).
-
Vöðvar sem liggja undir brjóstvefnum er láttir óáreittir.
Flestar konur sem fara í brjóstnám nú til dags fara í breytt róttækt brjóstnám.
|
Kona eftir breytt róttækt brjóstnám A bleika upplýsta svæðið sýnir vefinn sem fjarlægður var við brjóstnámið |
Róttækt brjóstnám
Í þessari tegund brjóstnáms felst mest inngrip.
-
Skurðlæknir fjarlægir allt brjóstið.
-
Brottnám eitla úr holhönd; aðgerð sem felur í sér að teknir eru holhandareitlar á I., II. og III. hæð (B og C og D á mynd).
-
Skurðlæknir fjarlægir einnig bringuvöðvana undir brjóstinu.
Nú á dögum er því aðeins mælt með róttæku brjóstnámi að krabbamein hafi dreift sér í bringuvöðvann undir brjóstinu.
|
|
---|---|
|
Kona eftir róttækt brjóstnám A bleika upplýsta svæðið sýnir vefinn sem var fjarlægður við brjóstnámið B holhandreitlar: hæð I |
Er brjóstnám rétta aðgerðin fyrir þig?
Brjóstnám kann að vera rétta aðgerðin fyrir þig:
-
Ef æxlið er stærra en fimm sentímetrar er líklegt að þú þurfir að fara í brjóstnám. Minni æxli en 5 cm gæti þurft að fjarlægja með brjóstnámi, og fer það eftir því á hvaða stigi krabbameinið er svo og öðrum einkennum þess.
-
Ef brjóstið er svo lítið, að við fleygskurð verði nánast enginn brjóstvefur eftir, gæti læknirinn mælt með því að allt brjóstið verði tekið.
-
Ef skurðlæknirinn hefur gert fleiri en eina tilraun til að ná æxlinu með fleygskurði, án þess að tekist hafi að fjarlægja það þannig að meinið sé allt farið og fengist hafi hreinar skurðbrúnir, gætir þú þurft að fara í brjóstnám.
-
Ef fleygskurður ásamt geislameðferð kemur ekki til greina þótt æxlið sé lítið (t.d. minna en 4 sentímetrar) vegna þess að brjóstið hefur áður verið geislað, fyrir hendi er bandvefssjúkdómur (lúpus, vefjagigt), þú ert barnshafandi eða ekki tilbúin að mæta daglega í geislameðferð.
-
Ef þú telur að þér muni verða rórra við það að láta taka allt brjóstið.
Hvenær er brjóstnámi fylgt eftir með geislameðferð?
Líklegt er að mælt sé með geislameðferð eftir brjóstnám ef:
-
Æxlið er stærra en fimm sentímetrar.
-
Krabbameinsfrumur finnast í skurðbrúnum vefjar sem fjarlægður var.
-
Krabbamein hefur borist í fjóra eitla eða fleiri.
-
Krabbameinið er fjölmiðja — og hefur myndast á mörgum stöðum í brjóstinu.
ÞB