Upplýst samþykki

Á undirbúningsfundi fyrir skurðaðgerðina þarftu að skrifa undir skjal sem kallast "upplýst samþykki". Í því felst að þú samþykkir aðgerðina, skilurr út á hvað hún gengur og hvaða áhættu þú tekur með því að samþykkja hana. Undir samþykkið þarf að skrifa á meðan sjúklingur er með fullri rænu og áður en gefin eru róandi lyf sem gætu ruglað dómgreindina, nógu tímanlega fyrir aðgerð til að ráðrúm gefist til að lesa og skilja það sem þar stendur.

Eyðublöðum um upplýst samþykki er ætlað að tryggja að:

  • Læknirinn hafi útlistað nákvæmlega hvað hann hefur í hyggju að gera.

  • Þér sé kunnugt um aðrar meðferðarleiðir.

  • Þú skiljir hvernig aðgerðin gengur fyrir sig og hvaða áhættuþættir tengjast henni. 

Þótt þú berir fullkomið traust til læknisins skaltu lesa eyðublaðið vandlega. Vertu viss um að þú skrifir aðeins undir samþykki fyrir aðgerðinni sem þú hefur rætt við lækni þinn og þið orðið ásátt um fyrirfram. 

Vísindasiðanefnd á Íslandi er með heimasíðu þar sem er gerð nánari grein fyrir upplýstu samþykki  http://www.vsn.is/is/content/uppl%C3%BDst-sam%C3%BEykki

ÞB