Spurningar sem skurðlæknir getur svarað
-
Hvers konar aðgerð mælir þú með fyrir mig?
-
Hve mikið verður tekið af brjóstinu?
-
Hvaða hætta og aukaverkanir fylgja þessari tegund skurðaðgerðar?
-
Hvers vegna þarf ég að fara í þessa aðgerð?
-
Hvaða áhættu tek ég með því að ákveða að fara ekki í aðgerðina?
-
Hvers konar skurður verður gerður á mér, hvernig ör fæ ég?
-
Verða teknir einhverjir eitlar og ef svo, hve margir eitlar verða þá teknir?
-
Er um eitthvað að velja í sambandi við svæfingu?
-
Líturðu til mín eftir aðgerðina? Sérð þú um að skipta um umbúðir?
-
Hve lengi verð ég á spítalanum?
-
Hvers konar hjúkrun þarf ég á að halda eftir aðgerðina?
-
Hvernig mun mér líða eftir aðgerðina? Þarf ég á verkjalyfjum að halda?
-
Hvað á ég að reikna með að það taki mig langan tíma að jafna mig?
-
Hvað hitti ég þig oft eftir aðgerðina? Hvernig verður eftirliti háttað?
-
Ef ég fer í brjóstnám, verður þá hægt að búa til á mig nýtt brjóst?
-
Hvenær koma niðurstöðurnar úr meinarannsókninni? Hittumst við til að ræða niðurstöðurnar eða tölum við saman í síma?
-
Mun heilbrigðiskerfið greiða allan kostnað í sambandi við aðgerðina?