Skurðstofan

Hafir þú aldrei komið inn á skurðstofu fyrr gæti þér þótt ysinn, þysinn og öll tækin truflandi. Í fyrsta lagi sérðu trúlega fullt af fólki sem þú hefur aldrei séð áður. Hávaðinn gæti verið töluverður því að fólkið í skurðteyminu talast við og kemur tækjum fyrir. Margir skurðlæknar koma inn á meðan þú ert enn vakandi til að heilsa upp á þig og stappa í þig stálinu.

Hugsanlega er þér kalt. Ekki hika við að biðja um teppi!

Flest tækin eru til þess ætluð að skurðteymið geti fylgst mjög nákvæmlega með þér meðan á aðgerðinni stendur:

 

Ummæli sjúklings

„Ég fékk staðdeyfingu ásamt einhverju róandi. Um það bil sem mér var ekið inn á skurðstofunna var ég hálfsofandi." —Marcy

  • Blóðþrýstingsmæli er komið fyrir á handlegg.

  • Hjartarafriti fylgist með hjartslættinum.

  • Með fingurklemmu er fylgst með súrefnismettun í blóði og svæfingunni.

  • Öndunarslöngu er hugsanlega komið fyrir í hálsinum.

  • Þegar tímafrekar aðgerðir fara fram (lengri en klukkustund) ertu hugsanlega færð í fergisokka til að koma í veg fyrir að blóðkekkir myndist. Tilfinningin er framandi en ekki óþægileg eða sársaukafull.  

  • Rétt áður en aðgerðin fer fram er húðin hreinsuð með sótthreinsandi vökva og líkaminn hulinn með sótthreinsuðum dúk þannig að hvergi sést nema í staðinn sem á að skera.  *Kvöldið fyrir aðgerð og að morgni sama dags þarftu að fara í sótthreinsandi sturtu með sérstakri sápu sem þú færð afhenta á spítalanum.

ÞB