Áhættuþættir brjóstakrabbameins

Hver einasta kona vill vita hvað hún getur gert til að minnka líkurnar á að hún fái brjóstakrabbamein. Sumum áhættuþáttum brjóstakrabbameins verður ekki breytt eins og þeim að vera kvenkyns, að eldast, erfðaþættir o.s.frv. Sumum áhættuþáttum má breyta með því að taka skynsamlegar ákvarðanir. Í því felst að halda sér í hæfilegri þyngd, hreyfa sig reglulega, reykja ekki og neyta hollrar fæðu. Allt þetta má hafa áhrif á. Með því að velja ávallt heilsusamlegasta kostinn styrkir þú sjálfa þig og tryggir að líkur á brjóstakrabbameini séu eins litlar og verða má.

Þekktir áhættuþættir eru í listanum hér að neðan. Þú getur smellt á hvern tengil til að lesa meira um viðkomandi áhættuþátt og hvernig hægt er að minnka hann með lifnaðarháttum. Þegar áhættuþætti verður ekki breytt (eins og erfðum), geturðu lesið um hvaða ráðstafana er hugsanlegt að grípa til í því skyni að halda líkum í mögulegu lágmarki.

ÞEKKTIR ÁHÆTTUÞÆTTIR:

Að vera kona

Það eitt að vera kona er stærsti áhættuþáttur brjóstakrabbameins. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að um 190 þúsund ný tillfelli ífarandi brjóstakrabbameins og um 60 þúsund tilfelli staðbundins krabbameins muni finnast í ár. *Hér á landi var nýgengi (ný tilfelli) brjóstakrabbameins að meðaltali 186 á árunum 2004-2008.

Lesa meira >>

Aldur

Hið sama gildir um brjóstakrabbamein og marga aðra sjúkdóm að líkurnar aukast eftir því sem aldurinn færist yfir. Um það bil tvö af hverjum þremur tilfellum ífarandi brjóstakrabbameins finnast hjá konum sem eru 55 ára eða eldri.

Lesa meira >>

Fjölskyldusaga

Konur sem eiga nána ættingja sem hafa greinst með brjóstakrabbamein eru líklegri til að fá sjúkdóminn en meðaltalið segir til um. Eigir þú náskylt kvenkyns skyldmenni (systur, móður, dóttur) sem hefur greinst með brjóstakrabbamein, tvöfaldast líkurnar.

Lesa meira>>

Arfgengi - erfðaþættir

Talið er að um 5 til 10% brjóstakrabbameina séu arfgeng og valda þeim afbrigðilegir arfberar sem erfast frá foreldri til barns.

Lesa meira>>

Að hafa fengið brjóstakrabbamein

Hafir þú einhvern tíma greinst með brjóstakrabbamein aukast líkurnar 3 eða 4 sinnum á því að nýtt krabbamein myndist í hinu brjóstinu eða á öðrum stað í sama brjósti. Þessar líkur eru aðrar en líkurnar á að upprunalega krabbameinið taki sig upp á ný („endurkomu-líkur").

Lesa meira>>

Geislameðferð á bringu eða andlit fyrir þrítugt

Hafir þú verið geisluð á bringu í meðferð við annars konar krabbameini (ekki brjóstakrabbameini), eins og til dæmis Hodgkin's sjúkdómi eða eitlakrabbameini sem ekki er Hodgkin's, er hættan á brjóstakrabbameini meiri en gengur og gerist. Hafir þú verið geisluð á andlit sem unglingur til að lækna bólur (nokkuð sem ekki er gert lengur), aukast líkurnar á að fá brjóstakrabbamein síðar á ævinni.

Lesa meira>>

Frumubreytingar í brjósti

Hafir þú greinst með ákveðnar góðkynja breytingar (ekki krabbamein) í brjósti, eru líkur á brjóstakrabbameini hugsanlega meiri en ella. Sumar tegundir góðkynja breytinga geta haft áhrif á líkur á brjóstakrabbameini.

Lesa meira>>

Kynþáttur/uppruni

Líkur hvítra kvenna á að þróa með sér brjóstakrabbamein eru svolítið meiri en kvenna af afrískum, spænskum eða asískum uppruna. Hins vegar eru konurnar af afró-amerískum uppruna líklegri til að vera yngri og fá ágengara krabbamein sem er lengra gengið við greiningu en aðrar.

Lesa meira>>

Að vera of þung/ur

Konur sem eru yfir kjörþyngd eða þjást af offitu eiga fremur á hættu að greinast með brjóstakrabbamein en konur í hæfilegum holdum, einkum eftir tíðahvörf. Að vera of þung getur einnig aukið hættu á að brjóstakrabbamein taki sig upp aftur hjá konum sem hafa fengið sjúkdóminn.

Lesa meira>>

Áhrif barneigna

Konur sem ekki hafa alið fullburða barn eða eignast sitt fyrsta barn eftir þrítugt eru líklegri til að fá brjóstakrabbamein en konur sem eignast barn eða börn fyrir 30 ára aldur.

Lesa meira>>

Brjóstagjöf

Að hafa barn á brjósti getur dregið úr líkum á brjóstakrabbameini, einkum hjá konum sem mylkja barni sínu lengur en í eitt ár.

Lesa meira>>

Kynþroski og tíðahvörf

Líkur kvenna sem fengu sínar fyrstu blæðingar yngri en 12 ára á að fá brjóstakrabbamein síðar á ævinni eru mun meiri (high risk) en þeirra sem eru eldri þegar fyrstu blæðingar byrja. Hið sama gildir um konur sem fara úr barneign 55 ára eða eldri.

Lesa meira>>

Notkun hormónalyfja við tíðahvarfaeinkennum

Líkur á að greinast með brjóstakrabbamein þeirra kvenna sem nota hormónalyf til að slá á tíðahvarfaeinkenni eða hafa nýlega hætt að nota þau, eru miklar (high risk). Frá árinu 2002 þegar sýnt var fram á tengsl þessara lyfja og brjóstakrabbameins hefur þeim konum fækkað stórlega sem taka inn hormónalyf á breytingaskeiði.

Lesa meira>>

Áfengisneysla

Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að áfengisneysla, hvort sem um er að ræða bjór, léttvín eða líkjöra, eykur líkur kvenna á að fá hormóna-viðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein.

Lesa meira>>

Þétt brjóst

Rannsóknir hafa sýnt að líkur á brjóstakrabbameini í þéttum brjóstum eru 6 sinnum meiri en í öðrum brjóstvef, auk þess sem erfitt getur reynst að greina meinið.

Lesa meira>>

Hreyfingarleysi

Rannsóknir sýna að regluleg hreyfing með hæfilegri áreynslu í 4 til 7 klukkustundir á viku dregur úr líkum á brjóstakrabbameini.

Lesa meira>>

Reykingar

Reykingar valda alls kyns sjúkdómum og tengjast auknum líkum á brjóstakrabbameini hjá ungum konum á frjósemisaldri. Rannsóknir hafa einnig sýnt að samband kunni að vera milli mikilla óbeinna reykinga og brjóstakrabbameins hjá konum sem komnar eru úr barneign.

Lesa meira>>

ÁHÆTTUÞÆTTIR SEM VERIÐ ER AÐ RANNSAKA:

Skortur á D-vítamíni

Rannsóknir benda til að konum með lítið D-vítamín sé hættara við brjóstakrabbameini en öðrum. D-vítamín kann að eiga þátt í að stjórna vexti heilbrigðra brjóstafrumna og að koma í veg fyrir að brjóstakrabbameinsfrumur nái að vaxa.

Lesa meira>>

Næturlýsing

Niðurstöður þó nokkurra rannsókna benda til þess að konur sem vinna á nóttinni – í verksmiðjum, læknar, hjúkrunarfræðingar og lögreglukonur svo dæmi séu tekin – eigi fremur á hættu á fá brjóstakrabbamein en þær konur sem vinna að deginum. Einnig eru til rannsóknir sem beinda til þess að konur sem búa þar sem mikil næturlýsing er (frá ljósastaurum til dæmis) séu í aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein.

Lesa meira>>

Snerting við DES (diethylstilbestrol)

Konum var stundum gefið lyfið diethylstilbestrol (DES) á árunum milli 1940 og 1960 til að koma í veg fyrir fósturlát. Konum sem tóku inn lyfið virðist eitthvað hættara við brjóstakrabbameini en öðrum. Konum sem komust í snertingu við DES á meðan þær voru enn í móðurkviði virðist einnig svolítið hættara en öðrum við að fá brjóstakrabbamein síðar á ævinni. Þeim virðist einnig hættara við leghálskrabbameini en gengur og gerist.

Lesa meira>>

Óhollt mataræði

Talið er að mataræði eigi að einhverju leyti þátt myndun u.þ.b. 30% til 40% allra krabbameina. Engin einstök fæðutegund eða mataræði getur komið í veg fyrir brjóstakrabbamein, en sumar fæðutegundir geta gert líkamann eins heilbrigðan og verða má, styrkt ónæmiskerfið og stuðlað að því að halda líkum á brjóstakrabbameini í eins miklu lágmarki og unnt er.

Lesa meira>>

Kemísk efni í snyrtivörum

Rannsóknir benda sterklega til þess að þegar ákveðnu marki er náð geti sum þeirra kemísku efna sem notuð eru í snyrtivörur átt þátt í að fólk fær krabbamein.

Lesa meira>>

Kemísk efni í matvælum

Full ástæða er til að hafa áhyggjur af að s.k. „varnarefni" (skordýra- og plöntueitur), sýklalyf og hormónar sem notaðir eru í landbúnaði, bæði í jarðrækt og húsdýraeldi kunni að valda fólki heilsutjóni, þar á meðal aukinni hættu á brjóstakrabbameini. Sama máli gegnir um kvikasilfur í sjávarfangi og efnanotkun í matvælaiðnaði og pökkun.

Lesa meira>>

Snerting við efni til garðyrkju

Rannsóknir benda sterklega til þess að ákveðið mikil snerting við ýmis kemísk efni sem notuð er á grasflatir og til garðyrkju kunni að valda krabbameini í fólki. Þar sem þessar vörur eru samsettar úr margvíslegum kemískum efnum er erfitt að benda á ótvírætt samband orsakar og afleiðingar í einstökum kemískum efnablöndum.

Lesa meira>>

Snerting við efni í plastvarningi

Rannsóknir benda sterklega til að við ákveðið mikla snertingu við kemísku efnin í þessum vörum, svo sem bisphenol A (BPA) geti myndast krabbamein í fólki.

Lesa meira>>

Snerting við efni í sólarvörn

Þótt ýmis kemísk efni geti verndað fólk gegn skaðlegum útfjólubláum geislum sólar, benda rannsóknir þó sterklega til að við ákveðið mikla notkun geti sum efni í sólkremum valdið krabbameini í fólki.

Lesa meira>>

Snerting við efni í neysluvatni (grein í vinnslu)

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að drykkjarvatn — hvort sem það kemur úr krananum heima eða flösku úr búð — er ekki endilega eins öruggt og það ætti að vera. Allir þurfa að sinna því hlutverki að vernda vatnsbólin. Þú getur gert mislegt til að tryggja að vatnið þitt sé eins hreint og mögulegt er.  

Lesa meira>>

Snerting við efni sem myndast við matseld

Rannsóknir hafa sýnt að meiri hætta er á að konur sem borða mikið af grilluðu, góðarsteiktu og reyktu kjöti en lítið af ávöxtum og grænmeti, fái brjóstakrabbamein en konur sem ekki borða mikið af grilluðu kjöti.

Lesa meira>>

 ÞB