Aldur
Allir sem lifa eldast. Það á við um brjóstakrabbamein eins og svo marga aðra sjúkdóma, að líkurnar á því aukast með aldrinum. Dæmi frá Bandaríkjunum sýna að eitt af hverjum átta tilfellum ífarandi brjóstakrabbameins greinist hjá konum sem eru yngri en 45 ára en tvö af hverjum þremur hjá konum 55 ára og eldri.
Að eldast er stærsti áhættuþáttur brjóstakrabbameins að undanskildu því að vera kona en ekki karl. Ástæðan er sú að því lengur sem manneskjan lifir, þeim mun oftar hafa frumur líkamans skipt sér og því fylgja möguleikar á skemmdum (stökkbreytingum) í frumunum. Með aldrinum verður erfiðara fyrir líkamann að lagfæra slíkar skemmdir.
Skref sem unnt er að taka
Ekki er unnt að stöðva öldrunarferlið en það er unnt að gera ýmsar breytingar á lifnaðarháttum sem halda líkunum í því lágmarki sem mögulega er fyrir hendi.
-
Að vera hæfilega þung/ur,
-
hreyfa sig reglulega,
-
halda áfengisneyslu í lágmarki,
-
neyta næringarríkrar fæðu,
-
byrja aldrei að reykja (eða hætta strax)
Þetta eru aðeins örfá skref sem unnt er að taka í rétta átt. Hér til hliðar eru tenglar þar sem lesa má um fleiri möguleika.
ÞB