Geislameðferð á bringu eða andlit fyrir þrítugt
Hafir þú farið í geisla á bringu sem meðferð við öðru krabbameini en brjóstakrabbameini, eins og Hodgkin-veiki eða eitilfrumukrabbameini (ekki Hodgkin), eru líkurnar á að fá brjóstakrabbamein yfir meðallagi. Hafir þú farið í geisla á andlitið sem unglingur sem meðferð við bólum (nokkuð sem ekki er gert lengur), aukast líkur á að fá brjóstakrabbamein síðar á ævinni. Hve mikið þær aukast er háð aldrinum sem þú varst á þegar þú fórst í geislana. Mest eykst hættan ef geislar voru gefnir á unglingsaldri á meðan brjóstin voru að mótast.
Skref sem unnt er að stíga
Hafir þú farið í geisla þegar þú varst yngri til að fá árangursríka meðferð við öðru krabbameini eða bólum, veistu hve mikivægt það er að haga lifnaðarháttum sínum þannig að líkum á brjóstakrabbameini sé haldið í lágmarki með því:
-
Að vera hæfilega þung/ur,
-
að hreyfa sig reglulega,
-
að halda áfengisneyslu í lágmarki,
-
að neyta næringarríkrar fæðu,
-
að byrja aldrei að reykja (eða hætta strax).
Þetta eru aðeins fáein skref af mörgum sem unnt er að taka í rétta átt. Hér til hliðar eru tenglar þar sem lesa má um fleiri möguleika.
ÞB