Kynþáttur/uppruni

Líkur hvítra kvenna á að þróa með sér brjóstakrabbamein eru svolítið meiri en kvenna af afró-amerískum, spænskum eða asískum uppruna. Hins vegar eru meiri líkur á að konur af afró-amerískum uppruna þrói með sér á unga aldri ágengara (aggressive) og lengra gengið brjóstakrabbamein þegar það greinist. Einnig eru meiri líkur á að konur af afrískum uppruna látist af völdum brjóstakrabbameins. Munurinn kann að liggja í lélegra aðgengi að brjóstamyndatöku og lakari heilsugæslu svo og ýmsum breytum í lifnaðarháttum (t.d. mataræði og líkamsþyngd) sem eru algengari meðal sumra kynþátta en annarra. Þessum þáttum má breyta eða bæta þá.

Staðreyndin er sú, að þrí-neikvætt brjóstakrabbamein, sem er ágengara en aðrar tegundir, er algengara hjá blökkukonum en konum af öðrum kynstofnum. Greinist þrí-neikvætt brjóstakrabbamen, eru frumurnar ekki með viðtaka fyrir estrógen (estrógen-viðktaka-neikvætt), ekki með viðtaka fyrir prógesterón (prógesterón-viðtaka-neikvætt) og HER2-neikvætt. Verið er að rannsaka áhrif nýrra lyfja með klínískum rannsóknum. Hinsvegar er fjöldi amerískra kvenna af afrískum uppruna í þessum klínísku rannsóknum minni en skyldi og því hafa þær ef til vill síður aðgang að þeim lyfjum sem gefa bestu fyrirheitin um árangur.

Skref sem unnt er að stíga

Þú getur valir að gera ákveðnar breytingar á lifnaðarháttum sem geta haldið líkum á að fá brjóstakrabbamein í mögulegu lágmarki:

  •  Að vera eða verða hæfilega þung/ur,

  • að hreyfa sig reglulega,

  • að halda áfengisneyslu í lágmarki,

  • að neyta næringarríkrar fæðu,

  • að byrja aldrei að reykja (eða hætta strax).

Þetta eru aðeins fáein skref af mörgum sem unnt er að taka í rétta átt. 

ÞB