Næturlýsing
Niðurstöður þó nokkurra rannsókna benda til þess að konur sem vinna á nóttinni – í verksmiðjum, læknar, hjúkrunarfræðingar og lögreglukonur svo dæmi séu tekin – eigi fremur á hættu á fá brjóstakrabbamein en þær konur sem vinna að deginum. Einnig eru til rannsóknir sem benda til þess að konur sem búa þar sem mikil næturlýsing er (frá ljósastaurum til dæmis) séu í aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein.
Rannsakendur telja þessar auknu líkur tengjast melatónínmagni líkamans. Melatónín er hormón sem hefur hlutverki að gegna í svefnstjórnun. Á nóttinni framleiðir líkaminn mest af melatóníni en minna yfir daginn þegar ljós fer inn um sjáöldrin. Þegar unnið er að nóttu til eða líkaminn kemst í snertingu við birtu utanfrá að næturlagi, hneigist melatónínmagn líkamans til að vera að staðaldri í lægri kantinum.
Skref sem unnt er að taka
Ekki er ljóst hve mikið myrkrið þarf að vera til að koma framleiðslu melatóníns í gang. Loka má úti talsverða birtu með því að leggja aftur augun, en þykk gluggatjöld eða gríma fyrir augum getur tryggt að þú sofir í algjöru myrkri. Hafir þú áhyggjur af of mikilli birtu á nóttinni, gætirðu prófað að:
-
láta setja upp myrkvunartjöld í svefnherberginu
-
kveikja ekki ljós ef þú vaknar upp að nóttu
-
nota veikar perur eða rauðar í næturlömpum
-
hafa mjög veikar perur eða rauðar sem næturljós í baðherberginu.
ÞB