Reykingar
Reykingar valda margvíslegum sjúkdómum og tengjast auknum líkum á brjóstakrabbameini hjá ungum konum í barneign. Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að samband kunni að vera milli mikilla óbeinna reykinga og brjóstakrabbameins hjá konum sem komnar eru úr barneign.
Reykingar geta valdið ýmsum vandamálum í tengslum við meðferð við brjóstakrabbameini, þar á meðal:
-
skemmdum á lungum við geislameðferð,
-
erfiðleikum eftir skurðmeðferð eða brjóstauppbyggingu þar sem sár gróa seint eða illa,
-
aukinni hættu á blóðtappa þegar tekin eru inn móthormónalyf.
Skref sem unnt er að taka
Ef þú reykir ekki, byrjaðu þá ekki að reykja. Ef þú reykir, neyttu þá allra hugsanelgra ráða til að hætta því. Að vita um öll vandamálin sem tengjast reykingum er ekki alltaf nóg til að fá fólk til að hætta. Reykingar eru ávani sem er mjög erfitt að sigrast á. Sem betur fer er það svo, að sé þér alvara með að (reyna að) hætta, er margs konar hjálp í boði:
-
Krabbameinsfélag Íslands býður hjálp við að hætta að reykja, bæði ráðgjöf og inni á heimasíðunni er bæklingur sem er góður fyrir þá sem eru að hugleiða að hætta. Rétt er einnig að benda á heimasíðu ameríska krabbameinsfélagsins þar sem er að finna quit smoking program og þar er einnig bent á leiðir til að losna við reyklausa tóbaksfíkn.
-
Til eru lyf af ýmsu tagi, sem geta verið pillur, tungurótartöflur, tyggigúmmí, plástur eða nefúði. Ráðfærðu þig við lækni þinn um hvort eitthvað af þessu geti hentað þér. *Fylgdu leiðbeiningum samviskusamlega. Það er auðvelt að ánetjast þessum lyfjum, þótt þau séu skárri en reykurinn.
-
Nálastungur og hugleiðsla geta hjálpað við að draga úr tóbaksfíkn.
-
Auðveldara getur verið að hafa vin sér til fulltingis sem er líka að hætta eða getur hvatt þig áfram þegar þér finnst þú ekki ráða við þetta hjálparlaust.
*Málsgrein merkt stjörnu er innskot þýðanda.
ÞB