Snerting við DES (diethylstilbestrol)
Konum var stundum gefið lyfið diethylstilbestrol (DES) á árunum milli 1940 og 1960 til að koma í veg fyrir fósturlát. Konum sem tóku inn lyfið virðist eitthvað hættara við brjóstakrabbameini en öðrum. Konum sem komust í snertingu við DES á meðan þær voru enn í móðurkviði virðist einnig svolítið hættara en öðrum við að fá brjóstakrabbamein síðar á ævinni. Þeim virðist einnig hættara við leghálskrabbameini en gengur og gerist.
Skref sem unnt er að taka
Engu getur þú ráðið eða breytt í sambandi við lyf sem móðir þín fékk hugsanlega á meðan hún gekk með þig. Hafir þú í móðurkviði komist í snertingu við DES, skaltu segja lækni þínum frá því. Við mörg háskólasjúkrahús í Bandaríkjunum eru eru sérstakar DES deildir, svo og sjálfstætt starfandi DES-stofur þar sem fyrir eru sérfræðingar í þessum sérstaka áhættuþætti.
Svo er ýmislegt sem unnt er að gera til að halda líkum á brjóstakrabbameini í mögulegu lágmarki:
-
Að vera hæfilega þung/ur,
-
hreyfa sig reglulega,
-
halda áfengisneyslu í lágmarki,
-
neyta næringarríkrar fæðu,
-
byrja aldrei að reykja (eða hætta strax).
Þetta eru aðeins örfá skref sem unnt er að taka í rétta átt. Hér til hliðar eru tenglar þar sem lesa má um fleiri möguleika.
ÞB