Kemísk efni í matvælum
Í markaðsvæddum landbúnaði eru varnarefni (skordýra- og plöntueitur) víða notuð við ræktun ávaxta, grænmetis og korns til að verja uppskeruna skordýrum, illgresi, sveppum, sjúkdómum, músum og öðrum smádýrum, bakteríum, veirum og myglu. Eftirlit og útgáfa leyfa til notkunar skordýraeiturs er í höndum þriggja stofnana í Bandaríkjunum, the United States Environmental Protection Agency (EPA) (Umhverfisstofnun), the U.S. Food and Drug Administration (FDA) (Matvæla- og lyfjastofnun), and the U.S. Department of Agriculture (USDA) (landbúnaðarráðuneyti).
Hérlendis er eftirlit og útgáfa leyfa í höndum Matvælastofnunar.
Á sama hátt eru sýklalyf og önnur lyf notuð til að vernda kvikfénað fyrir sjúkdómum og sníkjudýrum. Sums staðar er skepnum gefnir hormónar til að auka þyngd og nyt í mjólkurframleiðslu.
Hérlendis er notkun vaxtarörvandi hormóna BÖNNUÐ. Eftirlit lyfjanotkun o.fl. er í höndum Yfirdýralæknis, og er embættið hluti af Matvælastofnun.
Með því að koma í veg fyrir sjúkdóma eiga varnarefni (skordýra- og plöntueitur) og sýklalyf þátt í að því að auka matvælaframleiðslu, draga úr uppskeru- og matvælaskorti og verja fæðuframboð áföllum. Hins vegar eru þeir margir sem treysta því ekki að óhætt sé að fá í mannslíkamann þau kemísku efni og hormóna sem notaðir eru við framleiðsluna. Þeir hinir sömu hafa áhyggjur af leifum varnarefna á og í ávöxtum, grænmeti og skepnufóðri — sem kann að enda í rauðu kjöti, fuglakjöti, fiski og mjólkurafurðum til viðbótar við sýklalyf og/eða hormóna. Áhyggjur af að þessi efni skaði heilsuna og auki líkur á brjóstakrabbameini eru ekki ástæðulausar. Sömuleiðis er kvikasilfur í sjávarfangi áhyggjuefni svo og efni sem notuð eru í matvælaiðnaði og við pökkun matvæla.
Til þessa hafa vísindarannsóknar ekki sýnt fram á að beint samband sé milli þess að komast í snertingu við skordýra- og/eða plöntueitur og aukinna líkinda á brjóstakrabbameini. Það er þó staðreynd að líkur á að fá margvíslega sjúkdóma eru meiri en gengur og gerist hjá ungum konum sem vinna við landbúnað á svæðum þar sem notkun varnarefna er mikil. Auk þess hefur verið sýnt fram á með tilraunum á dýrum að sumar tegundir skordýraeiturs líkja eftir estrógeni. Til dæmis getur Atrazine, sem algengt er að nota við maísræktun, aukið estrógenframleiðslu með því að virkja aromatase-ensím. Hér kann því vissulega að vera skynsamlegt að hafa vaðið fyrir neðan sig og taka enga áhættu. Eftir stendur spurningin um hver sé öruggasta aðferðin við að rækta og meðhöndla ávexti, grænmeti, rautt kjöt, fuglakjöt og fisk þannig að næringargildið verði sem mest með sem minnstri áhættu.
Skref sem unnt er að taka
Athugaðu hvort þú getur keypt lífrænt ræktað. Til þess að minnka áhrif frá skordýraeitri og öðrum varnarefnum hefurðu ef til vill hug á að kaupa vottað lífrænt ræktað grænmeti og ávexti eða lífrænar mjólkurvörur. Orðið „lífrænn" þýðir að að uppskeran fæst án þess að notuð séu kemísk efni eða áburður eða erfðabreytingar af einhverju tagi. „Lífrænt" getur einnig átt við kjöt, fuglakjöt, egg og mjólkurafurðir sem eru framleiddar án þess að skepnum séu gefnir hormónar eða sýklalyf ef þær eru heilbrigðar. Lífræn fæða af þessu tagi fæst af búfénaði sem hefur verið alinn á lífrænu korni eða öðru lífrænu og óerfðabreyttu fóðri.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að „vistvænn" og „lífrænn" þýðir ekki hið sama, sjá t.d. hér. „Vistvænn" eða „náttúrlegur" er ofnotað og hefur sáralitla þýðingu þegar um stórframleiðslu er að ræða. Á sama hátt hefur orðið „frjáls" enga opinbera skilgreiningu. Margir halda að orðið þýði að hænsni, kýr eða kalkúnar séu ekki höfð innilokuð og geti valsað um óheft og hamingjusöm. En það er alls ekki alltaf svo. Þar til orðið hefur verið skilgreint opinberlega er hægt að setja orðin „frjáls" eða „free-range" á nánast hvaða umbúðir sem vera skal án þess að nokkur ábyrgist innihaldið. Sé þér umhugað um þetta atriði er eina ráðið að kaupa beint frá bónda sem þú veist hvernig stendur að sinni ræktun og eldi. „Hreinn", „einfaldur" og „ekta" hafa heldur ekki fengið neina opinbera skilgreiningu.
Þótt ástæða sé til að ætla að fæða sem framleidd er á lífrænan hátt sé öruggari og næringarríkari en fæða sem framleidd er með öðrum aðferðum, hafa fáar rannsóknir verið gerðar sem geti rennt stoðum undir þá skoðun. Frekari rannsókna er þörf á þessu sviði.
Fyrir frekari upplýsingar um lífræna fæðu geturðu farið inn á síðurnar um Brjóstakrabbamein og næringu undir Daglegt líf hér á brjostakrabbamein.is.
Kostnaður vegna lífrænna afurða. Lífrænt ræktað er yfirleitt dýrara í verslunum en það sem ræktað er með ólífrænum hætti. Ljóst er þó, að miklu betra er að neyta ólífrænt ræktaðra ávaxta og grænmetis en að sleppa því af þeim sökum að möguleikinn á að neyta lífrænt ræktaðs er ekki fyrir hendi. Sé fjárhagurinn þröngur og leyfir ekki þann munað að kaupa eingöngu lífrænar vörur eru samt til ráð til að láta þær krónur sem mega hugsanlega fara í lífræna framleiðslu nýtast sem best. Á vegum EWG (Environmental Working Group) sem eru samtök fólks sem veitir ráðgjöf í umhverfis- og heilbrigðismálum og starfa í Bandaríkjunum, er gefinn út listi sem á er raðað 50 vinsælustu tegundum grænmetis og ávaxta eftir því hve mikið er notað af varnarefnum (eitri) og tilbúnum áburði við framleiðsluna. Þessi listi á að auðvelda neytendum að ákveða hvaða tegundir er rétt að kaupa lífrænt ræktaðar heilsunnar vegna.
The Dirty Dozen er heiti á kvikmynd þar sem tólf dæmdir morðingjar eru teknir og þjálfaðir til að bana þýskum foringjum í seinni heimsstyrjöldinni. Heitið hefur verið fært yfir á 12 menguðustu tegundir ávaxta og grænmetis samkvæmt greiningu EWG. Sé þess nokkur kostur gætirðu valið að kaupa þær tegundir lífrænt ræktaðar.
*Sorglega erfitt er að fá upplýsingar um vörur hérlendis, hvort sem þær eru innlendar eða innfluttar, en listinn á sem sagt við Bandaríkjamarkað. Er einhver ástæða til að ætla að ástandið sé skárra hér en þar? - mest af þessu eru innfluttar tegundir. Ég tók t.d. eftir því þegar ég var að vinna þessa grein, að á spínatpakkanum sem ég keypti og er í íslenskum umbúðum (tegund sem ég hef keypt mjög oft), kom fram með smáu letri að uppruni þess væri í U.S.A. Var vægast sagt óþægilegt að sjá spínatið birtast á lista yfir menguðustu afurðirnar (þær menguðustu efst og svo áfram niður á við):
-
sellerí
-
ferskjur
-
jarðarber
-
epli
-
spínat
-
bláber
-
nektarínur
-
paprikur
- brokkolí
-
kirsuber
-
kartöflur
-
vínber (innflutt til U.S.)
„Hinar 15 hreinu" eru þær tegundir ávaxta og grænmetis sem líklegast er að séu lítið mengaðar og því í lagi að kaupa ólífrænar afurðir, sérstaklega ef verðið á þeim lífrænu er íþyngjandi:
-
laukur
-
avókadó (lárpera)
-
sætur maís
-
ananas
-
mangó
-
sykurbaunir
-
aspas (spergill)
-
kiwi
-
hvítkál
-
eggaldin
-
kantalúpur (melónutegund)
-
vatnsmelóna
-
greipaldin**
-
sætar kartöflur
-
hunangsmelóna
Hægt er að lesa sér til um hvernig EWG (Environmental Working Group)raðar 50 tegundum ávaxta og grænmetis með því að fara inn á óstyttan lista.
**Vakin er sérstök athygli á að greipaldin getur truflað virkni ákveðinna krabbameinslyfja. Ræddu við lækni þinn um hvort óhætt sé að neyta greipaldins meðan á meðferð stendur.
Fleiri ábendingar um hvernig auka má magn lífræns ræktaðs í mataræðinu:
-
Ekki rjúka í að kaupa eintómar lífrænt ræktaðar vörur. Að grípa t.d. vottað lífrænt morgunkorn bara vegna þess að það er lífrænt getur reynst kostnaðarsamt. Sparaðu matarpeningana á meðan þú ert að finna út hve mikið þú getur leyft þér að kaupa af lífrænum vörum.
-
Kynntu þér vel hvað er til þar sem þú ert vön að versla. Í flestum stórum matvöruverslunum er eitthvert framboð af lífrænum vörutegundum. Spurðu hvort verðið sem þú sérð er venjulegt og hvort einhvern tíma séu útsölur. (*Sums staðar má fá á lækkuðu verði vörur sem eru farnar að nálgast síðasta söludag.) Hafðu með þér listann yfir menguðustu tegundirnar og listann yfir þær sem eru minnst mengaðar. Þannig áttu auðveldara með að sjá hvaða tegundir væri gott að kaupa lífrænt ræktaðar og hvaða tegundir er í lagi að kaupa þótt þær séu það ekki.
-
Frosnar lífrænar vörur eru oft ódýrari en ferskar. Athugaðu í frystiskápunum eða -kistunum í versluninni þinni hvort þar má finna ódýrari lífrænt ræktaða ávexti (einkum ber) og grænmeti.
-
Kauptu lítið í einu af fersku, lífrænt ræktuðu. Lífrænt framleidd matvæli skemmast yfirleitt fyrr en önnur sem hafa verið meðhöndluð með varnarefnum (geislum, rotvarnarefnum, skordýraeitri o.s.frv.). *Þetta á þó ekki við litlu lífrænt ræktuðu eplin sem fást víða. Þau geymast sérlega vel í ávaxtaskúffunni í ísskápnum.
-
Kauptu þurrkað korn og baunir. Að leggja þurrkaðar baunir í bleyti er ódýrara og trúlega öruggara en að kaupa þær í dósum (flestar dósir fyrir matvæli eru fóðraðar að innan með kvoðu sem inniheldur bisphenol A eða BPA, efni sem getur truflað estrógenbúskap líkamans).
-
Kannaðu hvort þú finnur aðila sem eru tilbúnir í að sameinast um að panta inn sjálfir beint frá gróðrarstöð eða býli. Um tíma var þetta a.m.k. hægt, en þá þurftu fleiri að vera saman um pöntunina til að hagkvæmt væri að afgreiða hana.
-
Kauptu beint frá býli. Nokkuð víða er unnt að fá keyptar vörur beint frá býli og stundum eru haldnir markaðir með uppskeruna. Kosturinn við þetta er að þá fást upplýsingar um framleiðsluaðferðirnar, jafnvel þótt vörurnar sé ekki vottaðar. *Nánari upplýsingar má finna með því að fara inn á Innlenda tengla hér á brjostakrabbamein.is. Tekið er fegins hendi við ábendingum um sölustaði lífrænt framleiddrar matvöru.
Þvoðu og afhýddu ferskar vörur. Þú vilt kannski þvo eða úða með efni sem ætlað er til þessa og fæst sums staðar í verslunum erlendis - og er ætlað að fjarlægja leifar af mold og skordýra- og plöntueitri. Yfirleitt er svona skol búið til úr sítrónum, maís og kókoshnetu. Vatn og edik getur gert sama gagn. Með því að afhýða má losna við leifar skordýraeiturs sem situr í hýðinu. Þótt þvegið sé eða afhýtt fjarlægir það ekki þó ekki eitrið sem situr í ávextinum sjálfum eða grænmetinu.
Veldu hollt fiskmeti. Sjálfsagt hefur þú heyrt varað við ákveðnum fisktegundum og að neyta ekki of mikils af fiski í viku hverri vegna hættu á mengun vegna kvikasilfurs eða annarra hættulegra efna. Vandir þú valið á fiskinum vegur hollustan af að borða fisk (omega 3 fitusýrur) mun þyngra en hætta vegna mengunar. The Environmental Defense Fund (EDF) eru samtök rekin án hagnaðarvonar (non-profit) sem stofnuð voru í Bandaríkjunum árið 1967 af hópi vísindamanna sem hafa m.a. unnið að því að greina eiturefni í fiski. Gefið er út af stofnunni að óhætt sé að neita eftirtaldra fisktegunda 4 sinnum eða oftar í mánuði:
-
ansjósur
-
skelfiskur
-
þorskur (Atlantshafs-)
-
krabbi (Dungeness, U.S. king, og snow)
-
vatnakrabbi / leturhumar (U.S.)
-
ýsa (botnfiskveiddur)
-
síld (Atlantshaf-)
-
humar (U.S./Maine)
-
makríll (Atlantishafs-)
-
kræklingur (bláskel)
-
ostrur (eldisostrur)
-
borri (lat. pagrus pagrus) (U.S.)
-
lax (í dósum)**
-
sardínur
-
hörpuskel (flói, kvíaeldi)
-
rækjur (bleikar, Oregon)
-
rækjur/ djúphafsrækja (innflutt)
-
smokkfiskur
-
tilapia (hvítfisktegund)
**Flestar niðursuðudósir eru fóðraðar með (plast)kvoðu sem inniheldur bisphenol A, eða BPA, efni sem getur raskað hormónabúskap líkamans. Það kann að vera ómaksins vert að spyrjast fyrir, a.m.k. hjá innlendum framleiðendum, hvort dósir þeirra séu fóðraðar á þennan hátt.
Á heimasíðu EDF Seafood Selector má finna upplýsingar handa neytendum um margar aðrar fisktegundir. Frekari heimildir er m.a. að finna á heimasíðum Northwest Atlantic Marine Alliance (NAMA) og Marine Stewardship Council (MSC).
Fjarlægðu fiskfituna. Eiturefni geta safnast fyrir í fiskfitu og því rétt að fjarlægja roð og fitu af fiski áður en hann er eldaður. Fitan er svampkennda lagið undir roðinu og brúna röndin eftir endilöngu flakinu og við afturendann (sporðinn).
**Málsgreinar og/eða orð merkt tveimur stjörnum eru hluti af frumtextanum
*Málsgreinar merktar einni stjörnu eru innskot þýðanda.
ÞB