Snerting við efni í neysluvatni

Víða þarf fólk að láta athuga hjá sér kranavatnið, og kannski ættirðu að láta gera það ef þú færð vatn úr eigin brunni eða frá lítilli vatnsveitu í bæ eða sveit. Í stærri bæjum og borgum þar sem vatni er veitt til mikils fjölda íbúa er vatnið rannsakað reglulega til að ganga úr skugga um að það sé hreint og ómengað. Það á hins vegar ekki endilega við um minni vatnsveitur. Verðir þú vör við einhver vandamál, lestu þá það sem er að finna í Matvælaframleiðsla og öryggi því þar finnurðu ábendingar um hvernig þú getur gengið úr skugga um að vatnið sem þú neytir sé í lagi. Hugsanlega viltu ræða það mál við lækninn þinn.

Allir þurfa að hjálpast að við að vernda vatnsbólin og umhverfið almennt. Láttu það ekki henda þig að fleygja í ruslið ónotuðum lyfjum, getnaðarvarnarpillum, málningu, smurningsolíu, skordýraeitri, hreinsiefnum eða öðru sem unnið er úr kemískum efnum, Allir hafa hlutverki að gegna í því að vernda vatnsbólin. Láttu það ekki henda þig að fleygja í ruslið óntotuðum lyfjum, getnaðarvarnapillum, málningu, smurningsolíu, skordýraeitri, hreinsiefnum eða öðru sem unnið er úr kemískum efnum, Í Sorpu er tekið við eiturefnum. Í apótekum er tekið á móti útrunnum og/eða ónotuðum lyfjum Sorpu er tekið við eiturefnum. Í apótekum er tekið á móti útrunnum og/eða ónotuðum lyfjum.

Skref sem unnt er að taka

Yfirleitt er kalda vatnið úr krönunum (síað veituvatn í borgum) jafn öruggt eða jafnvel öruggara en vatn á flöskum sem keypt er úti í búð. (*Líklega á þetta fyrst og fremst við í útlöndum og á ferðalögum erlendis.) Ástæðan er sú að strangari reglur gilda um vatnsveiturnar en framleiðendur vatns á flöskum - en allt er þó kringumstæðum háð á hverjum stað.

Ef til vill finnst þér ástæða til að hafa eftirfarandi ábendingar í huga til þess að neysluvatnið þitt sé eins öruggt og verða má:

 • Fáir þú vatnið úr eigin brunni, þorpsbrunni eða brunni bústaðaþyrpingar, viltu hugsanlega láta rannsaka kranavatnið. Brunnvatn getur mengast af bakteríum, lyfjum og öðrum eiturefnum. Vatn frá vatnssveitum í borgum og stærri sveitarfélögum sem þjóna fjölda fólks er rannsakað reglulega. Einkabrunnar og þorpsbrunnar eru ekki rannsakaðir nema beðið sé um slíka rannsókn. Fáir þú ekki vatnsreikning er líklegast að vatnið komi úr einkabrunni eða litlum sameiginlegum brunni. Hafðu t.d. samband við Matís sem tekur að sér slíkar mælingar.

 • Láttu koma fyrir vatnssíu á krönunum heima hjá þér eða í bústaðnum og geymdu drykkjarvatn á könnu með síu. Athugaðu umbúðirnar og gakktu úr skugga um að þú sért að kaupa síu sem síar frá E. coli gerla og launspora (Cryptosporidium) svo og lyfjaleifar. Fyrirtækin Brita og Proctor & Gamble (framleiðendur PUR sía) fullyrða að síukönnur þeirra fjarlægi bæði E. coli gerla og launspora (Cryptosporidium) svo og yfir 96% af mengandi lyfjaefnum. Sömu fyrirtæki staðhæfa að í plastkönnum þeirra sé ekki að finna BPA (bisfenól A). Skiptu um síu samkvæmt ráðleggingum framleiðandans. *Forvitnilegt er að lesa vatnatilskipunina á vef Umhverfisstofnunar en þar er gert ráð fyrir að aðgerða sé þörf á nokkrum stöðum hérlendis en langflest vatnhlot séu í lagi og nóg að halda í horfinu.

 • Andhverf osmósakerfi og jónaskiptafilterar geta fjarlægt mengandi efni sem kranasíur ráða ekki við. Sumir mengunarvaldar svo sem sexgilt króm, málmur sem notaður er í málmvinnslu og sútun, hverfa ekki við að fara í gegnum venjulegar kranasíur. Sexgilt króm í drykkjarvatni hefur verið tengt ákveðnum tegundum magakrabbameins. Í desember 2010 birti EWG (Environmental Working Group) skýrslu þar sem fram kom að sexgilt króm hefði fundist í kranavatni í 31 af 35 bandarískum borgum þar sem vatnið var rannsakað. Unnt er að fjarlægja sexgilt króm úr drykkjarvatni með því að nota andhverf osmósakerfi og jónskiptafiltera. Svona kerfi eru hins vegar miklu dýrari en að setja síur á kranana. Gruni þig að vatnið þar sem þú býrð sé mengað af sexgildu krómi eða öðrum þungmálmum, ættirðu að hugleiða hvort ekki sé rétt að fara með vatnssýni á viðeigandi rannsóknarstofu þar sem hægt er að kanna hvort þungmálma er að finna í vatninu áður en þú fjárfestir í andhverfu osmósakerfi eða jónaskiptafilterum.

 • Sjóddu vatnið ef þig grunar að það kunni að vera mengað af gerlum. Láttu vatnið bullsjóða í 1 mínútu áður en þú notar það. Suða drepur bakteríur og aðrar örverur, en eyðir ekki lyfjaleifum. 

 • Lestu vandlega það sem stendur á miðanum á vatnsflöskum/-brúsum. Standi á þeim "well water" (brunnvatn) "artesian well water" (borbrunnvatn)) eða "spring water" (lindarvatn) er vatnið hugsanlega ekkert frábrugðið vatninu í krananum heima — eða jafnvel óhreinna en kranavatnið. Í Bandaríkjunum a.m.k. er ekkert fylgst með gæðum vatns með þessum merkingum. Veldu vatn þar sem á miðanum stendur:

  • "Reverse osmosis treated", þ.e. vatnið hefur farið í gegnum andhverft osmósakerfi.

  • "Filtered through an absolute 1 micron or smaller filter", þ.e. vatnið hefur verið síað í gegnum heila 1 míkróns síu eða minni. Eins míkróns sía er nógu þétt til að grípa bakteríur og aðrar örverur (eitt míkron er einn milljónasti úr metra).

 • Veldu vatn á glerflösku eða í BPA-fríu íláti. Mest af flöskuvatni er sett á plastflöskur með endurvinnslutákninu 1, sem þýðir að í plastinu er ekki að finna bisphenol A (BPA  - bisfenól A). *Fenól er karbólsýra, hvítur eitraður massi unninn úr koltjöru eða með því að bæta hýdroxýlhóp á bensen, einkum notuð til sótthreinsunar og framleiðslu lífrænna efnasambanda; einnig heiti á ýmsum öðrum hýdroxýlafleiðum af benseni). BPA er notað er til að framleiða margs kyns plastvarning úr fjölliða karbónötum, þ.á m. vatnsflöskur og ýmsar umbúðir um matvæli, pela og fóðringu inni í dósum. BPA getur leystst út í mat og dreykk úr umbúðunum. Hafir þú áhyggjur af BPA skaltu:   

  • Forðast að nota plastílát með endurvinnslutákninu 7 á botninum. Líklegt er að í plastinu sé að finna BPA.

  • Velja fremur síað kranavatn en vatn á flösku.

  • Hafa með þér á ferðalögum og í ræktina þitt eigið vatn á flösku úr BPA-fríu plasti eða stálbrúsa. *Settu aldrei vatn sem ætlað er til drykkjar á tómar gosflöskur úr plasti, en gerir þú það engu að síður má alls ekki láta þær standa  þar sem þær ná hugsanlega að hitna eins og t.d. í bílnum.

 • Haltu þig fjarri opinberum sundstöðum (ströndum, sundlaugum) þar sem kann að finnast mikið af bakteríum. Þetta á einkum við þar sem börn eru. Þegar þú syndir kemstu ekki hjá því að fá upp í þig eða ofan í þig eitthvað af vatni. 


 *Málsgreinar merktar stjörnu er innskot þýðanda.

ÞB