Snerting við efni í plastvarningi

Líklegt er að þú komist daglega í snertingu við margs kyns plastvarning þótt það fari að sjálfsögðu eftir því hvar þú býrð og við hvað þú vinnur. Ílát undir mat og drykk, sumir einnota diskar, flöskur undir hreinlætis- og snyrtivörur eru úr plasti og allt er þetta búið til úr kemískum efni. Rannsóknir benda sterklega til að við ákveðið mikla snertingu við kemísku efnin í þessum vörum, svo sem bisphenol A (BPA) geti myndast krabbamein í fólki.

BPA er veikt gerviestrógen sem er að finna í mörgum hörðum plastvörum, í fóðringu dósa undir matvæli og þurrvörur (t.d. þurrmjólk), fyllingarefni í tennur og glanshliðinni á pappírskvittunum (til að blekið renni ekki út). Estrógenlík virkni þess gerir efnið hormóna-raskandi eins og svo mörg önnur kemísk efni í plasti. Hormónaraskandi efni getur haft áhrif á hvernig estrógen og aðrir hormónar haga sér í líkamanum með því að loka á þá eða líkja eftir þeim sem kemur hormónajafnvægi líkamans úr jafnvægi. Þar sem estrógen getur komið af stað hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstkrabbameini velja margar konur að takmarka snertingu við kemísk efni sem geta hagað sér líkt og estrógen.

Skref sem unnt er að taka

Líkast til er ómögulegt að komast algjörlega hjá því að nota plastvarning, en þó er unnta að gera ráðstafanir til að halda snertingu við því í sem mestu lágmarki.

Til að draga úr snertingu við BPA:

  • Vertu með þína eigin BPA-lausu vatnsflösku með drykkjarvatni.

  • Dragðu úr neyslu á dósamat og farðu varlega í að gefa barni þínu þurrmat úr dós.

  • Notaðu pela sem stendur á „Án BPA” (“BPA-free).

  • Forðastu að snerta kassakvittanir sem ekki notast við kalkípappír.

  • Skoðaðu vandlega plastvarning með endurvinnslutöllunni 7 á botninum. Ef á plastinu stendur ekki líka „PLA” eða umhverfisvottun (t.d. lauf) kann varan að innihalda BPA. Skoðaðu töfluna hér að neðan til að fá ýtarlegri upplýsingar um plasttegundir.

Til að draga úr snertingu við önnur kemísk efni í plastvörum:

  • Eldaðu ekki mat í plastílátum eða plastpokum; útfellingar úr plastinu geta leyst út og í matinn þegar hann er hitaður í venjulegum ofni eða örbylgjuofni.

  • Notaðu ílát úr gleri, postulíni, með enamelhúð, stálpotta og – pönnur og önnur ílát til að geyma í mat og drykk þegar þess er kostur, einkum ef matvælin eða drykkirnir eru heitir.

  • Yfirleitt er talið óhætt að nota plastvarning með endurvinnslutáknunum 2, 4 og 5. Plastvörur með endurvinnslutákninu 7 er einnig óhætt að nota svo framarleg sem á þeim standi “PLA” eða eru með laufi eða öðru vottunarmerki. Endurvinnslutáknið er kóði sem sýnir hvaða tegund plasts var notuð þegar varan var búin til.

  • Endurvinnslutáknið 1 er líka í lagi, en þannig ítlát ætti aðeins að nota einu sinni (ekki fylla aftur á plastflöskurnar úr búðinni). Geymið ekki plastvatnsflöskur þar sem þær ná að hitna.

Recycling Symbol 1

Polyethylene terephtalate (PETE eða PET); þar á meðal eru glærar plastflöskur undir gosdrykkjum eða vatn, yfirleitt er notkun talin í lagi, en ekki rétt að endurnýta.

Recycling Symbol 2

Þétt polyethylene plast (HDPE=High Density); úr þess konar plasti eru meðal annars ógagnseæjar mjólkurkrúsir, föskur með hreiniefnum, safaflöskur , smjördollur og flöskur með hreinlætisvörurm; Talið óhætt að nota.

Recycling Symbol 3

Polyvinyl chloride 8PVC); þar á meðal er plastfilma til að vefja inn mat með, matarolíuflöskur og vatnsleiðslur; ekki elda mat í svona plasti og reyndu að nota eins lítið af plasti nr 3 í tengslum við matvæli, hvaða nafni sem þau nefnast.

Recycling Symbol 4

Gisið polyethylene (LDPE= Low density); þar á meðal eru innkaupapokar, sumt plast til að setja utan um mat, flöskur sem hægt er að kreista og brauðpokar; Talið óhætt að nota.

Recycling Symbol 5

Polypropylene; yfirleitt allar jógúrt- og skyrdollur, vatnsflöskur emð skýjaðri áferð, lyfjaflöskur, tómatsósu- og sírópsflöskur og rör. Talið óhætt að nota.

Recycling Symbol 6

Polystyrene/Styrofoam: inniheldur einnota freyðiplastdiska og bolla og umbúðir; eldið ekki mat í þessum ílátum og reyndu að nota sem allra minnst plast af tegund 6 nærri matvælum.

Recycling Symbol 7

Allt plast sem ekki er skráð undir hinum flokkunum svo og blöndur af plasttegundum frá 1 upp í 6 eru merktar með 7, þar á meðal eru geisladiskar, tölvukassar, vörur sem innihalda BPA og sumar tegundir ungbarnapela.

PLA er plast sem unnið er úr plöntur (yfirleitt úr maís- eða sykarreyr) og er einnig merkt með 7. Í PLA plasti er ekkert BPA; ekki hafa verið látnar í ljós neinar áhyggjur af því að nota PLA plast í tengslum við matvæli. Sem stendur getur verið erfitt að skilja á milli PLA no 7 plasts og plasta no. 7 sem inniheldur BPA. Á sumum PLA plastvörum kann að standa “PLA” nálægt endurvinnslutákninu. Á öðrum kunna að vera mynd af lauf nálgt endurvinnslutákningu.

Í þeim tilgangi að skýra línurnar hafa framleiðendur PLA plasts verið í samvinnu við Americal Society for Testing and Matrials International, sem er alþjóðlegur hópur sem þróar staða, í því skyni að búa til nýtt númerakerfi með endurvinnslutáknum þar sem PLA plast fengi eigið númer. Þetta gæti orðið að veruleika við árslok 2011. Eldaðu ekki plastílátum no 7 ef þau eru ekki merkt með PLA og reyndu að nota sem minnst no 7 plast sem er ekki PLA-merkt í nálægt við matvæli hverrar tegundar sem þau eru.

ÞB