Snerting við efni í sólarvörn

Þótt ýmis kemísk efni geti verndað fólk gegn skaðlegum útfjólubláum geislum sólar, benda rannsóknir þó sterklega til að við ákveðið mikla notkun geti sum efni í sólkremum valdið krabbameini í fólki.

Mörg þessara kemísku efna eru talin vera hormónaraskandi. Hormónaraskandi efni geta haft áhrif á hvernig estrógen og aðrir hormónar haga sér í líkamanum, ýmist með því að loka fyrir þá eða líkja eftir þeim. Hvort tveggja raskar hormónajafnvægi líkamans. Þar sem estrógen getur framkallað hormóna-viðtaka-jákvætt brjóstakrabbamein, kjósa margar konur að forðast eftir megni að komast í snertingu við efni sem geta líkt eftir estrógeni.

Skref sem unnt er að taka

Í stað þess að úða eða bera á þig kemíska sólarvörn, skaltu vera með barðabreiðan hatt sem skyggir á andlitið, vera í skyrtu með mjög síðum ermum (nógu síðum til að hylja hendurnar) og vera í síðu pilsi eða í síðbuxum. Getir þú ekki hulið líkamann með klæðnaði skaltu notast við regnhlíf/sólhlíf og athuga hvort í næstu (heilsu)búð fæst ekki sólarvörn sem inniheldur sínk eða títan. Þau steinefni bægja útfjólubláum geislum frá og eru ekki hormónaraskandi. Einnig er ráðlegt að forðast að vera undir beru lofti þegar sólin er sem sterkust, yfirleitt frá því um 10 árdegis þar til um 4 síðdegis að sumri til.

 

EWG (Environmental Working Group)  eru samtök fólks sem veitir ráðgjöf í umhverfis- og heilbrigðismálum og starfa í Bandaríkjunum, Samtökin hafa gefið út leiðbeiningar varðandi sólarvörn útfrá hugsanlega skaðlegum innihaldsefnum svo og hve mikil vörn er í þeim. Þann lista má skoða með því að fara inn á EWG Sunscreen Guide.

ÞB