Snerting við efni sem myndast við matseld

Þegar kjöt er fulleldað við mikinn hita, myndast kemísk efnasambönd sem eru afleiður sítrónusírnu og nefnast á ensku – heterocyclic amines (HCA). Því lengur sem eldun varir og við því meiri hita, þeim mun meira myndast af HCA, einkum þar sem kjötið nær að brenna. Hjá National Cancer Institute hafa menn uppgötvað 17 mismunandi HCA-sambönd sem geta aukið líkur á krabbameini. Önnur tegund kolvetnasambanda – polycyclic aromatic hydrocarbons (PAH) – myndast í reyk sem verður til þegar fita brennur eða drýpur á heit grillkol. PAH hefur verið tengt við brjóstakrabbamein.

Rannsóknir sýna að konum sem borðuðu mikið af kjöti, grilluðu í ofni eða á útigrilli og reyktu kjöti en lítið af ávöxtum og grænmeti, var hættara við að fá brjóstakraabbamein en konum sem ekki neyttu grillaðs kjöts í miklum mæli.

Skref sem unnt er að taka

  • Veldu magrar kjötsneiðar og skerðu fituna í burtu til að forðast PAH.

  • Grillaðu við lágan hita.

  • Athugaðu með foreldun (að steikja eða sjóða) kjöt áður en það fer á grillið til að losna við fituna.

  • Notaðu ekki uppskriftir sem gera ráð fyrir „brenndu” hráefni.

  • Forðastu að elda um of (eða of lítið) með því að nota kjöthitamæli til að elda kjöt að réttu hitastigi sem mælir sýnir.

  • Láttu kjöt liggja í jurtakryddlegi (maríneringu) til að minnka magn HCA. Rannsóknir sýna að jurtir í kryddlegi minnka magn HCA.

 ÞB