Þétt brjóst

Í þéttum brjóstum er minna af fituvef og meira af brjóstvef en í brjóstum sem ekki eru þétt í sér. Ein leið til að mæla þéttleika brjósta er að skoða þykkt vefjarins á röntgenmynd af brjóstinu (brjóstamyndataka). Önnur leið felst í að flokka brjóstgerðir í fjórar tegundir með hliðsjón af hvers konar vefur myndar uppistöðuna í brjóstinu. Læknar eru þó ekki á einu máli um hvernig farið skuli að því að mæla þéttleika brjóstanna. Þéttleikinn ræðst ekki af því hvernig brjóstin eru viðkomu þegar þú þreifar þau við sjálfsskoðun eða læknir þreifar þau. Í þéttum brjóstvef er meira af mjólkurkirtlavef og uppistöðuvef eða grunnvef (stroma) sem liggur um hvern mjólkurkirtil. Þétt brjóst geta verið arfgeng, þannig að hafi móðir þín þétt brjóst, er líklegt að svo sé einnig um þig.

Rannsóknir hafa sýnt að þétt brjóst:

  • geta verið allt að 6 sinnum líklegri til að þróa brjóstakrabbamein en þau sem ekki eru þétt,

  • geta gert það örðugra að greina brjóstakrabbamein við brjóstamyndatöku því að krabbameinsæxli birtast á myndum sem hvítir flekkir (eins og mjólkurkirtlavefur). Auðveldara er að greina þau á brjóstamyndum séu þau umlukin fituvef (sem er svartur á myndunum).

Sértu með þétt brjóst er ýmislegt sem þú getur gert í sambandi við lifnaðarhætti þína er heldur hættu á brjóstakrabbameini í mögulegu lágmarki.

  • Að vera/verða hæfilega þung,

  • hreyfa sig reglulega,

  • halda áfengisneyslu í lágmarki,

  • neyta næringarríkrar fæðu,

  • byrja aldrei að reykja (eða hætta strax)

Þetta eru fáein skref sem unnt er að taka í rétta átt. 

 ÞB