Spurningar sem þú skalt leggja fyrir lækni þinn um krabbamein í eggjastokkum
Næst þegar þú bókar tíma hjá krabbameinslækni þínum eða kvensjúkdómalækni skaltu láta ritarann vita að þú viljir gjarnan fá örlítið lengri tíma til að geta lagt fyrir hann fáeinar spurningar um krabbamein í eggjastokkum. Hér eru spurningar sem þú kannt að hafa gagn af að leggja fyrir lækninn:
-
Eru líkur mínar á að fá krabbamein í eggjastokka meiri en margra annarra?
-
Er ráðlegt fyrir mig að fara í erfðarannsókn?
-
Séu líkur mínar miklar, ætti ég þá ef til vill að láta fjarlægja eggjastokkana í fyrirbyggjandi skyni?
-
Er ástæða fyrir mig að panta viðtal hjá krabbameinslækni með sérþekkingu á kvensjúkdómum?
Upplýsingar um krabbamein í eggjastokkum voru látnar í té af Sandy Rollman Ovarian Cancer Foundation, Inc.
ÞB