Rannsóknarfréttir af áhættuþáttum

*Hér undir má finna nokkrar forvitnilegar greinar um samhengi umhverfisþátta, lifnaðarhátta og brjóstakrabbameins sem þýðandi telur rétt að halda til haga þar sem þær sýna vel hvernig efnið er útbúið í hendur almenns lesanda. Staðan nú er hins vegar sú, að ekki fæst leyfi til að þýða greinar af þessu tagi á íslensku vegna þess að höfundarrétturinn liggur annars staðar en hjá breastcancer.org. Af þessari síðu er því bein tenging yfir í Breastcancer.org Research News Program sem þeir geta nýtt sér sem lesa ensku.

------------------------

Margt getur haft áhrif á líkur þínar á að fá brjóstakrabbamein og aðra sjúkdóma: hvort þú hreyfir þig reglulega, hve mikið þú hreyfir þig, hvort þú reykir, vinnuumhverfi, kemísk efni sem þú hefur komist í snertingu við og fleira.

Með því að fara inn á Research News geturðu lesið greinar um niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á lifnaðar- og umhverfisþáttum og hvaða áhrif þeir hafa á líkur á brjóstakrabbameini.

Sérfræðingar Breastcancer.org kanna allar nýjustu niðurstöður rannsókna í leit að spennandi framförum, mikilvægum nýmælum og breytingum í því hvernig brjóstakrabbamein er greint og meðhöndlað.

Niðurstöðurnar eru að því loknu settar fram á auðskildu máli þar sem mikilvægi þeirra er útskýrt og hvaða áhrif þær gætu haft í þínu tilfelli.

Hafirðu áhuga á að fylgjast með komandi rannsóknarskýrslum og öðru sem máli skiptir hjá Breastcancer.org þar á meðal svörum sérfræðinga við spurningum lesenda á Ask-the-Expert Online Conferences, skaltu endilega skrá þig og netfang þitt þannig að þér berist allt það nýjasta:

Sign up for free email updates.

ÞB