Að skilja hvað átt er við með líkum á brjóstakrabbameini og hvernig má minnka þær

Allar konur vilja vita hvað þær geta gert til að draga úr líkum á að þær fái brjóstakrabbamein

Eins og staðan er núna eru margir áhættuþættir sem stuðla að því að æ fleiri konur greinast með brjóstakrabbamein. Langoftast er brjóstakrabbamein EKKI arfengt - aðeins um 5 til 10%. Það þýðir að margt er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá krabbamein.

Hafir þú aldrei greinst með þennan sjúkdóm er margt sem þú getur gert til að minnka hættuna. Hafir þú einhvern tíma greinst með krabbamein, er ýmislegt sem þú getur gert umfram það að fara í meðferð eða taka inn lyf, í því skyni að minnka líkur á að meinið taki sig upp aftur eða nýtt krabbamein myndist. Glímir þú við langt gengið brjóstakrabbamein viltu að sjálfsögðu gera allt sem í þínu valdi stendur til að hægja á krabbameinsvexti.

Fræði- og vísindamenn eru sífellt að kanna hvernig „ytri" og „innri" áhrifaþættir kunni að verka hver fyrir sig eða saman á heilsu kvenna og hugsanlegar líkur á að fá brjóstakrabbamein. Með „innri áhrifaþáttum" er átt við þætti sem búa í líkamanum og hafa áhrif á heilsuna, svo sem erfðavísa (frá foreldrum), hormóna og sjúkdóma. Með „ytri áhrifaþáttum" er átt við þætti utan líkamans sem hafa áhrif á heilsuna, svo sem loft, vatn, fæðu og annað sem fólk kemst í snertingu við á hverjum degi. Margt sem tilheyrir ytri umhverfisþáttum breytist daglega í innri þætti - nægir þar að nefna fæðu, vatn og loftið sem þú andar að þér, vítamín og lyf.

Allt sem kann að AUKA líkur á krabbameini kallast áhættuþáttur. Allt sem kann að MINNKA líkur á krabbameini kallast varnarþáttur.

Sumir þessir þættir er eitthvað sem ekki er unnta að breyta. Það á við um kyn, aldur, arfgerð. Mörgum öðrum þáttum er hins vegar unnt að breyta eða færa í betra horf. Það á við um reykingar, hreyfingu og mataræði. Með því að velja ávallt það sem heilsusamlegast er, geturðu tryggt að líkum þínum á brjóstakrabbameini er haldið í mögulegu lágmarki.

Það sem mælt er með byggist á þeirri þekkingu sem er fyrir hendi núna og er allt stutt rannsóknum. Sumt gæti virst erfitt — til dæmis að léttast eða hætta að reykja — en með því að gera það minnkar þú líkurnar á að þú fáir brjóstakrabbamein. Mundu að enginn er fullkominn. Settu þér markmið og reyndu að gera eins vel og þú getur á hverjum degi.

Stofnandi og forsvarmaður Breastcancer.org, læknirinn Marisa Weiss segir: „Sumt skilar árangri á augabragði eins og t.d. það að hætta að taka inn hormónalyf (við tíðahvarfaeinkennum) eða bæta sér upp svefnmissi. Annað krefst mikillar vinnu í langan tíma áður en árangurinn kemur í ljós. Markmið okkar er að gefa ráð sem eru hagkvæm og innan skynsamlegra marka. Settu þér markmið og gerðu eins vel og þú getur á hverjum degi!"

Í þessum hluta er hægt að lesa meira um hvað orðið „líkur" þýðir og hvernig unnt er að breyta þeim:

 

 

Sérfræðingar http://www.breastcancer.org sem standa á bak við fræðsluna um hvernig eigi að draga úr líkum á að fá brjóstakrabbamein eru:

  • Marisa C. Weiss, M.D. krabbameinslæknir með sérgrein í geislalækningum brjósta við Thomas Jefferson University Health System, Philadelphia, PA.

  • Joan Ruderman, Ph.D., Nelson prófessor í frumulíffræði við Harvard Medical School, Boston, MA og félagi í vísindaakademíunni National Academy of Sciences.

  • Carmi Orenstein, M.P.H., heimildaleit og þýðingar.

Dr. Weiss og Dr. Ruderman eru meðlimir í faglegri Ráðgjafarnefnd Breastcancer.org Professional Advisory Board þar sem eiga sæti yfir 70 sérfræðingar á sviðum sem tengjast brjóstakrabbameini.

 

 

*Fyrstu útgáfu íslensku þýðingarinnar las Sigurður Böðvarsson, læknir, með lyf- og krabbameinslækningar sem sérgrein.

ÞB