Líkur þínar á að fá brjóstakrabbamein
Allar konur eiga á hættu að fá brjóstakrabbamein og líkurnar aukast með aldrinum Rannsakendur áætla að ein kona af hverjum átta muni greinast með ífarandi brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Það merkir að meðallíkur hjá konum á að fá brjóstakrabbamein eru um 12-13%. Þetta kann að hljóma ískyggilega en þetta merkir líka að um 87-88% líkur eru á að þú fáir EKKI brjóstakrabbamein.
Á heimasíðu bandarísku krabbameinsstofnunarinnar (The National Cancer Institute (NCI) má finna reiknivél sem getur auðveldað þér og lækni þínum að reikna út einstaklingsbundnar líkur á ífarandi brjóstakrabbameini. interactive breast cancer risk assessment tool
Ekki er einfalt mál að átta sig á útreikningi á líkum miðað við mismunandi forsendur en eðlilegt að vilja komast að því hve miklar líkur eða hve mikil vörn felst í sérhverju vali þínu. Margir áhættuþættir tengjast innbyrðis og erfitt að einangra þá og mæla áhrif hvers og eins. Erfitt getur t.d. verið að mæla áhrif stakra þátta eins og umframþyngdar, hreyfingarleysis eða þess að borða ekki ferska ávexti og grænmeti.
Í næstu grein verður útskýrt hvernig áhættuþættir eru reiknaðir og munurinn á hlutfallslegum líkum og altækum líkum skýrður út.
ÞB