Dæmi um vaxandi líkur og minnkandi líkur
Til þess að auka skilning á því hvað átt er við með altækum og hlutfallslegum líkum koma hér nokkur dæmi af þvottavél.
Gerum ráð fyrir að þú hafir keypt nýja þvottavél. Samkvæmt handbókinni er þvottavélin í ábyrgð í eitt ár. Í handbókinni er einnig sagt að búast megi við að 10% nýrra þvottavéla þurfi viðgerðarþjónustu fyrsta árið. Altækar líkur á því að nýja þvottavélin þurfi þjónustu fyrsta árið eru því 10%. Í handbókinni er einnig tekið fram að ýmislegt sem þú kannt að gera geti aukið eða minnkað líkur á að til viðgerðar þurfi að koma fyrsta árið.
Líkurnar á því að þarfnast þjónustu fyrsta árið fara niður í 8% ef þú notar alltaf þvottaduft í staðinn fyrir fljótandi þvottaefni.
Líkurnar á því að þarfnast þjónustu fyrsta árið fara í 15% ef þú notar klór samanborið við að nota ekki klór.
Nú skulum við líta á hlutfallslegu líkurnar, altæku líkurnar og áhættuhlutfallið hjá þeim sem bara nota þvottaduft og síðan hjá þeim sem nota klór.
Þeir sem nota eingöngu þvottaduft
Altæku líkurnar á því að þurfa á viðgerðarþjónustu að halda fyrsta árið minnka um 2% ef einungis er notað þvottaduft. Þessi 2% eru munurinn á upphaflegu 10% altæku líkunum á því að þurfa á viðgerðarþjónustu að halda og 8% altækum líkum ef einungis er notað þvottaduft (10%-8%=2%)
Þessi 2% minnkun á altækum líkum er 20% minnkun á hlutfallslegum líkum vegna þess að í 2% er deilt með 10% (,02÷,10=,20 eða 20%). Með öðrum orðum eru 8% altæku líkurnar 20% minni en 10% altæku líkurnar. Þetta má orða sem svo að með því að nota einungis þvottaduft náist fram 20% minnkun á hlutfallslegum líkum. Þótt hlutfallslegu líkurnar minnki um 20% ef aðeins er notað þvottaduft, þá minnka altæku líkurnar aðeins um 2% (8% á móti 10%).
Þegar deilt er í 8% (eingöngu þvottaduftslíkurnar) með 10% (altæku líkunum) verður áhættuhlutfallið 0,8.
Þeir sem nota klór
Altæku líkurnar á því að þurfa á viðgerðarþjónustu að halda fyrsta árið aukast um 5% ef notaður er klór í vélina. Þessi 5% er munurinn á 10% altæku líkunum á að vélin þarfnist viðgerðar fyrsta árið og 15% altæku líkunum ef notaður er klór (10%+5%=15%). Því má segja að altæku líkurnar aukist um 5%.
Aukninging um 5% á altæku líkunum - úr 10% í 15% - er 50% aukning á hlutfallsleg líkunum, því að þú deilir í 5% með 10% (,05÷,10=,50 eða 50%). Með öðrum orðum, miðað við og í hlutfalli við 10% altækar líkur, eru 15% altækar líkur 50% meiri. Þótt hlutfallslegu líkurnar aukist um 50%, aukast altæku líkurnar aðeins um 5% (15% á móti 10%).
Þegar deilt er í 15% (altækur líkur við klórnotkun) með 10% (altæku líkunum) verður útkoman 1,5 og áhættuhlutfallið því það sama, þ.e. 1,5.
Þegar þú lest um rannsóknir, lyf eða breytingar á lifnaðarháttum sem geta minnkað eða aukið líkur á brjóstakrabbameini, er mikilvægt að vita að í flestum tilfellum eru niðurstöðurnar fengnar á afmörkuðu tímabili sem rannsóknin miðaðist við. Sömuleiðis þarftu að vita, að þegar þú lest um eitthvað sem olli aukningu eða minnkun á líkum á brjóstakrabbameini er yfirleitt verið að tala um hlutfallslegar líkur nema annað sé tekið fram.
Að vita hve mikið líkurnar á brjóstakrabbameini þínu breytast við það að breyta lifnaðarháttum á einhvern hátt eða þiggja ákveðna meðferð/lyf, getur hjálpað þér og lækni þínum að taka þær ákvarðanir sem koma ÞÉR best.
Þú getur kynnt þér það sem sagt er um áhættuþætti brjóstakrabbameins í næstu greinum og það sem þú getur gert til að draga úr þínum eigin líkum.
ÞB