Stuðningur

Hér er að finna allt mögulegt sem kann að létta þér lífið meðan á meðferð stendur og eftir að henni er lokið. Listinn hér til vinstri gefur efnisflokkana til kynna, hvort sem um er að ræða tengingar við önnur vefsvæði og stofnanir eða efni sem   tekið hefur verið saman og talið að geti aukið þrótt, miðlað fróðleik eða veitt huggun.

Andlegur og líkamlegur styrkur kann að ráðast af viðhorfi ekkert síður en aðstæðum. Því kann að vera gott að sækjast eftir því sem veitir styrk en veikir hann ekki. Í daglegu lífi er hlátur betri en grátur þótt hollt geti verið að gráta. Ég (ÞB) hef viljandi sniðgengið allt átakamikið og/eða sorglegt efni af þessum sökum nema það þjóni sérstaklega þeim tilgangi að sýna andlegan styrk í þrengingum og geti þannig veitt öðrum aukinn mátt.

Þessi hluti vefjarins er íslenskur, að undanskildum kaflanum  Að takast á við óttann við brjóstakrabbamein sem er þýddur af heimasíðu breastcancer.org. Víða hefur verið leitað fanga og ýmsir hafa lagt til efni. Þessi hluti er þess eðlis að sífellt má bæta við hann nýju efni og ábendingum.

ÞB