Erlendar bækur

Flestar bækurnar á þessum lista eru ritaðar á ensku. Sumar þeirra er að finna á íslensku listunum og hafa því verið þýddar og er það vel. Þær hafa allar fengist í bókbúðum hérlendis á einhverjum tíma og margar eru nýlegar, einkum þær sem fjalla um óhefðbundnar lækningar. Bækur um það efni eru fjölmargar og fást ekkert síður í heilsubúðum en bókabúðum. Til að kanna hvort einhver bók er til á safni er einfaldast að fara inn á samskrá íslenskra bókasafna, Gegni.

Slyngustu bókaormarnir panta sér bækur á netinu, t.d. á Amazon.com. Ég hef enga reynslu af því og get því ekki ráðlagt neitt í þeim efnum, en mér skilst að þeir sem komast upp á lagið séu harla glaðir með það. Sjálfri finnst mér betra að finna bókina á milli handanna áður en ég ræðst í að kaupa hana eða fæ hana að láni.

Ég hef valið þann kost að gera grein fyrir bókunum á frummálinu, þ.e. að nýta káputexta, formála og annað sem snertir efni bókanna án þess að snara því á íslensku. Þessi listi nýtist því fyrst og fremst þeim sem eru hvort eð er tilbúnir að lesa viðkomandi frumtexta.

ÞB