Óttinn við brjóstakrabbamein

Ummæli konu:

„Ég bý við stöðugan ótta við að sjúkdómurinn taki sig upp. Smá stingur, smá hósti og ég verð kvíðin. Ég er alltaf að skoða sjálfa mig, brjóstin á mér. Ég bíð kannski á rauðu ljósi í bílnum og stend mig að því að þreifa brjóstin. Ég er algjörlega með þetta á heilanum og sífellt að skoða á mér brjóstin. Ég segi við sjálfa mig: ,Ég ræð við þetta, ég lifi þetta af,' en ég á samt virkilega erfitt." —Debbie

Brjóstakrabbamein er ekki aðeins algengasta krabbamein sem greinist hjá konum heldur sá sjúkdómur sem allar konur óttast hvað mest. Fólk talar í sífellu um krabbamein og skilaboð um brjóstakrabbamein eru úti um allt: í sjónvarpi, í útvarpi, í tímaritum, dagblöðum og jafnvel víðar.

Að sjá allt um kring eitthvað sem minnir á brjóstakrabbamein, hvort sem það er heima eða úti í samfélaginu getur haft í för með sér mikinn kvíða. Þá er gott að vita að aldrei í sögunni hefur verið minna mál að fá jafn alvarlegan sjúkdóm og brjóstakrabbamein, vegna þess hve margar nýjar og áhrifaríkar leiðir hafa fundist til að takast á við hann. Sú vitneskja dugar kannski ekki til að losna við óttann og hugsanlega ertu að lesa þessar línur vegna þess að þú hefur áhyggjur af:

 • Að vera í sérstökum áhættuhópi brjóstakrabbameins,

 • einhverjum nákomnum sem þú þarft að veita stuðning vegna sjúkdómsins,

 • að greinast með sjúkdóminn,

 • að þurfa að fara í meðferð við sjúkdómnum,

 • að krabbameinið kunni að taka sig upp.

Það er eðlilegt að óttast það sem getur verið lífshættulegt eins og brjóstakrabbamein getur verið. En það er ekki bara óttinn við að deyja sem þarf að glíma við. Brjóstakrabbameini fylgja fleiri áhyggjuefni og óþægilegar tilfiningar eins og kvíði, óvissa, tilfinning þess að hafa misst tök á tilverunni, að missa sjálfstraustið og kvenleikann, auk þess að óttast að dæturnar fái kannski líka brjóstakrabbamein.

Á vefsvæði brjostakrabbamein.is geturðu bæði fundið svör við margvíslegum spurningum og ráðleggingar sem kunna að koma þér að góðum notum.  Vonandi geturðu fundið þér eitthvað til halds og traust, hvort heldur er að nóttu eða degi.  Fyrir þær sem setja ekki fyrir sig að lesa og skrifa á ensku er tilvalið að fara inn á ameríska vefinn, bæði á Community Knowledge Exchange og chat rooms.

brjostakrabbi

Í þessum hluta er reynt að hjálpa þér að takast á við ýmislegt sem kann að hvíla þungt á þér sem stendur:

 • Ertu uggandi vegna brjóstakrabbameins?

  Kynntu þér staðreyndir um brjóstakrabbamein til að greiða úr spurningum og slá á ótta. 

 • Að takast á við óttann við greiningu Kynntu þér hvað þú getur gert og hvert þú getur leitað stuðnings hvort sem þú bíður eftir niðurstöðum úr sýnatöku eða varst rétt í þessu að fá að vita að þú ert með brjóstakrabbamein.

 • Að takast á við óttann við meðferð Kvíðir þú því að meðferð við brjóstakrabbameini kunni að verða erfiðari en sjúkdómurinn sjálfur? Að fá að vita við hverju þú mátt búast getur hjálpað þér að losna við margt af því sem veldur þér ótta.

 • Að takast á við óttann við að meinið taki sig upp Taki krabbamein sig upp á ný, er eðlilegt að fyllast ótta. Fáðu að vita hvernig má takast á við sjúkdóminn þegar hann tekur sig upp og hvað þú getur gert til að draga úr ótta og öðlast tilfinningu fyrir því að þú ráðir einherju um líf þitt. 

 • Minnkaðu „hvalinn"
  Óttinn við brjóstakrabbamein er eins og að hafa hval inni í stofunni hjá sér. Lærðu að minnka "hvalinn" með fræðslu og stuðningi þannig að þú getir haldið áfram að lifa lífinu.

 • Að hjálpa ástvinum að takast á við óttann Þegar þú greinist með brjóstakrabbamein hefur það áhrif á alla sem þykir vænt um þig. Þeim getur líka fundist þau hjálparvana og kvíðin. Fáðu að vita hvernig þið getið hjálpað hvert öðru að koma auga á óttann og vinna með hann. 

 • 10 ráð til að hafa taumhald á óttanum Margt má gera til að minnka óttann við allt það sem hér var nefnt með aðferðum sem aðrir hafa reynt sem hafa greinst með brjóstakrabbamein. Fáðu að vita hvað þú þarft að gera til að hafa taumhald á óttanum.

ÞB