Minnkaðu „hvalinn"

eftir Dr. Marisa Weiss

Fyrir mörgum árum sagði mér sjúklingur minn og kær vinkona, Barbara, að það að lifa við stöðugan ótta við brjóstakrabbamein væri eins og að hafa hval inni í stofu hjá sér. Hvalurinn minnkar og stækkar á víxl eftir því hvernig gengur þá og þá stundina, en hann hverfur aldrei alveg. „Þegar best lætur verður hann á stærð við blaðagrind," sagði hún, „og ég rek mig utan í hann öðru hverju. Stundum þenst hann út þar til hann fyllir út í stofuna. Það gerist til dæmis þegar ég hef farið í brjóstamyndatöku og það er hringt í mig til að fá mig aftur í skoðun."

Í áranna rás hef ég deilt þessari sögu með þúsundum sjúklinga og samstarfsfólki mínu. Hana er að finna í bókinni minni Living Beyond Breast Cancer (Lífið eftir brjóstakrabbamein) og ég hef sagt hana á ráðstefnum um allt land. Ég fæ alltaf sömu rafmögnuðu og tafarlausu viðbrögðin — allir „ná" myndinni samstundis og finna hvað hún er sönn!

Hvað fær „hvalinn" þinn til að blása út? Hvað fær hann til að minnka og halda áfram að vera lítill? Fólkið á breastcancer.org er allt af vilja gert að hjálpa þér að minnka þennan hval óttans og halda honum litlum. 

ÞB