Vinir hjálpa Karenu að minnka „hvalinn"
„Þegar ég kom út af fyrsta fundinum með geislalækninum mínum fór ég aftur í vinnuna. Fyrirtækið mitt var með þriggja daga starfsmannafund og tæplega hundrað starfsmenn voru saman komnir alls staðar að af landinu. Eftir kvöldverðinn bað stjórnarformaður fyrirtækisins, sem er alveg einstök kona, mig að segja frá því sem ég væri að fara í gegnum. Ég lýsti áfallinu sem ég fékk við að fá að vita að ég væri með krabbamein, óttanum og skelfingunni, ótrúlega miklum stuðningi og væntumþykjunni sem ég væri að byrja að átta mig á að ég væri aðnjótandi í lífi mínu, frábæru læknateyminu sem hefði slegið um mig skjaldborg og svo sagði ég þeim hvað Dr. Weiss hefði sagt um mikilvægi þess að vita hvað gæti haldið óttanum - „hvalnum" - sem allra minnstum, helst minni en blaðagrind.
Þegar ég hafði lokið frásögninni sneri stjórnarformaðurinn sér að starfsfólkinu og spurði: „Jæja, og hvert er þá okkar hlutverk?" Og einhver kallað: „Að halda hvalnum sem minnstum!" Og einhver annar hrópaði: „Minni en blaðagrind!" Allir grétu og ég mest af öllum.
Eftir að ég sagði frá þessu með „hvalinn" hafa sumir sett sem skjámynd hjá sér orðin „Haldið hvalnum sem minnstum". Mér hafa verið gefnir tveir uppstoppaðir hvalir (minni en blaðagrind!) og bróðir minn og mágkona sendu mér höfrunganælu með perlu. Samstarfskona mín gaf mér barmnál með mynd af höfrungi sem hún fékk í Sædýralandi og ein sem á litla stelpu færði mér teikningu sem sú litla hafði gert af „hvalasjónum". Þessi viðbrögð öll hafa verið bæði óvænt og ótrúlega uppörvandi."
ÞB