Níu staðhæfingar sem geta minnkað „hvalinn"

eftir Dr. Lynn Vanderhoof, D., sjúkrahúsprest við Thomas Jefferson University Health System

  1. Þekking: Því meira sem ég veit um sjúkdóminn og ástand mitt, þeim mun betra; að vita ekki ýtir undir ótta.

  2. Að taka ákvarðanir: Því fleiri upplýstar ákvarðanir sem ég tek eða á þátt í að taka, þeim mun betur finnst mér ég ráða ferðinni og finnst ég ekki eins hjálparvana.

  3. Traust á lækninum mínum: Því betur sem ég finn að ég get treyst læknunum, þeim mun meiri trú hef ég á að meðferðaráætlunin muni virka.

  4. Stuðningur: Það er mikill stuðningur í því falinn að tala við aðra, ekki síst manneskjur sem hafa lent í sömu eða svipuðum sporum og heyra að þær hafa komist yfir þetta.

  5. Tafarleysi: Því skemmri tími sem líður milli þess að sjúkdómurinn uppgötvast, niðurstöður fást úr sýnatökum, greining er staðfest og meðferð hafin, þeim mun minni tími gefst mér til að setja mér fyrir sjónir "allt hið versta".

  6. Trú: Meðvitund um að einhver vera eða máttur sé mér æðri og sterkari hjálpar mér að setja sjálfa mig og vanda minn í betra samhengi.

  7. Skopskyn: Hæfileikinn til að hlæja með öðrum, að geta hlegið að sjálfri mér og jafnvel sumu af því sem mér finnst niðurlægjandi og er óhjákvæmilegur þáttur í meðferð við krabbameini, hjálpar mér að halda tilfinningalegu jafnvegi. 

  8. Að á mig sé hlustað: Það er lykilatriði í bataferlinu að ég láti í ljósi þarfir mínar skýrt og skilmerkilega og leggi áherslu á það við lækna og hjúkrunarfólk sem ég vinn með að bata mínum, að það taki spurningar mínar og þarfir alvarlega.

  9. Að ég líti á sjálfa mig sem hluta af lækningateyminu: Enginn þekkir líkama minn eins vel og ég sjálf, enginn getur vitað betur en ég hvaða einkenni eru óvenjuleg hjá mér og því er framlag mitt ómissandi þáttur í lækningunni.

  10. Hreyfing af einhverju tagi er allra meina bót, eflir styrk og þor andlega sem og líkamlega.