Hressandi og skemmtilegar myndir

Í vinnslu (Ef einhver er tilbúinn að liðsinna hér, væri það vel þegið.)

Lýsingar á myndunum, efni þeirra, leikurum, leikstjórum o.fl. verða settar inn við tækifæri

Adams æbler
Leikstjórn: Anders Thomas Jensen. Handrit: Anders Thomas Jensen
Leikarar: Ulrich Thomsen, Mads Mikkelsen, Paprika Steen, Nicolas Bro, Ali Kazim, Lars Ranthe, Tomas Villum Jensen, Ole Thestrup, Gyrd Løfqvist, Nikolaj Lie Kaas og Peter Reichhardt
Ivan er óvenju jákvæður prestur sem leggur mikið upp úr því að sinna sínum minnstu bræðrum þar sem hann starfar á landsbyggðinni í Jótlandi. Einn þeirra er ný-nazistinn Adam sem lýkur fangelsisafplánun sinni með 12 vikna samfélagsþjónustu í kirkjunni þar sem Ívan þjónar. Hann fær það verkefni að annast eplatré fyrir utan kirkjuna og baka eplaköku þegar eplin hafi náð fullum þroska en það reynist hægara sagt en gert enda er sem sjálf máttarvöldin reyni að hindra það. Adams æbler er óvenju vel gerð mynd og harla skondin. Kvikmyndatakan er góð, klippingarnar sömuleiðis og hljóðsetningin, ekki síst í þrumveðrinu. Handritið er bæði frumlegt og persónusköpunin eftirminnileg og standa leikararnir sig almennt vel. Óhætt er að segja að Ívan sé einn eftirminnilegasti prestur sem sést hafi í kvikmynd lengi og það sama gildir raunar um ný-nazíska snoðhausinn Adam sem helst tjáir sig með hnefunum einum.


Með allt á hreinu
Leikstjórn:
Ágúst Guðmundsson. Handrit: Ágúst Guðmundsson. Leikarar: Stuðmenn og Eggert Þorleifsson.

er kvikmynd frá árinu 1982. Hún fjallar um hljómsveitirnar Stuðmenn og Gærurnar og samkeppni þeirra í tónlistaferðalagi um landsbyggð Íslands. Söngva- og gleðimynd.

Stella í orlofi
Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Handrit: Guðný Halldórsdóttir, Larry Wachowski.
Þessi vinsæla kvikmynd fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðillsku karla, tryllt börn, alkóholista, flugmenn. Læjonsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er raunsönn lýsing á íslensku þjóðfélagi áður en bjórinn var leyfður og það er mjög undarlegt að framleiðendur gerðu ekki framhaldsmynd um Stellu, t.d. Stella á Spáni eða Stella verður flugfreyja...

Home Alone (um jólin)

Some like it hot

It's a mad mad world

As good as it gets

Monty Python myndir

A Fish Called Wanda

Creatures

Mary Poppins

Sound of Music

Bleiki pardusinn

Thoroughly Modern Millie

The Runaway Bride

The Full Mounty

Christmas Vacation

Svarta bókin (Little Black Book)
Rómantísk gamanmynd með Brittany Murphy í hlutverki ungrar, forvitinnar konu sem skilur ekki af hverju kærasti hennar vill aldrei tala um sínar fyrrverandi. Hún ákveður því að laumast í símaská kærastans, litlu svörtu bókina, og hefur uppi á gömlu kærustunum hans í þeirri von að kynnast honum aðeins betur. En það sem hún kemst að kemur henni í opna skjöldu og fær hana til að sjá kærastann í öðru ljósi. Aðalhlutverk: Holly Hunter, Kathy Bates, Brittany Murphy. Leikstjóri: Nick Hurran. 


ÞB