Hugleiðslu- og heilunarjóga, slökun og einfaldar æfingar eftir aðgerð á brjósti
JÓGA NIDRA: Hugleiðslu- og heilunarjóga
Jóga nidra byggist á því að beita markvissri öndun og djúpri slökun sem laðar fram innri orku og heilunarmátt líkamans.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR HUGLEIÐSLU- OG HEILUNARJÓGA
Þú kemur þér vel fyrir í rúminu eða á dýnu á gólfinu og hefur sæng eða teppi við höndina. Svefngrímu eða klút til að leggja yfir augun er einnig gott að hafa innan seilingar.
Svefn kann að sækja að þér í byrjun og því heppilegt að þú sért vel sofin/n eða hvíld/ur til að byrja með.
Hljóðskrá með hugleiðslu- og heilunarjóga að hætti Amrit Desai sem Hildigunnur Haraldsdóttir leiðir, opnast þegar þú smellir á orðið. Hugsanlega hentar þér betur að hafa hana á geisladiski fremur en inni í tölvunni.
Aðrir geta haft gagn af þessari tegund jóga þótt skráin sé sett inn með þá í huga sem lasburða eru eða rúmliggjandi.
UM HLJÓÐSKRÁNA OG VISTUN HENNAR
Hljóðskráin er vistuð á .mp3 formi sem á að vera hægt að opna í flestum spilurum. Komist þú ekki inn í hljóðskrána með því að smella á undirstrikaða orðið, er unnt að vista hljóðskrána á harða diskinum og er það gert svona:
Í Mozilla Firefox vafranum (PC):
Hægri smellt á tengilinn (Hljóðskrá) og valin aðgerðin 'Save link as'. Þá opnast gluggi með skráakerfi tölvunnar og þar má velja einhverja möppu (t.d. My Documents) eða skjáborðið (Desktop). Sjálfgefið er að nafn skrárinnar er það sama og á vefnum (ThuridurBaxter) en því má breyta. Smellt á 'Save' og þá vistast skráin og 'Download' glugginn opnast. Honum má loka með því að smella á 'x' í hægra horni efst. Skrána má nú nálgast á þeim stað á tölvunni þar sem hún var vistuð.
Í Internet Explorer vafranum (PC):
Hægri smellt á tengilinn (Hljóðskrá) og valin aðgerðin 'Save target as'. Þá opnast gluggi með skráakerfi tölvunnar og þar má velja einhverja möppu (t.d. My Documents) eða skjáborðið (Desktop). Sjálfgefið er að nafn skráarinnar er það sama og á vefnum (ThuridurBaxter) en því má breyta. Smellt á 'Save' og þá vistast skráin og 'Download' glugginn opnast. Honum má loka með því að smella 'Close'. Skrána má nú nálgast á þeim stað á tölvunni þar sem hún var vistuð.
ÞB