LJÓSIÐ - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð
Með því að láta setja þig á póstlista Ljóssins færðu að fylgjast með öllu sem þar er í gangi. Þú þarft bara að senda línu á ljosid@ljosid.org
Ljósið heimasíða : http://ljosid.is/
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að efla lífsgæði á erfiðum tímum með því að styrkja andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér. Krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra hafa aðgang að endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðinni. Áhersla er lögð á að skapa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft, þar sem mannlegar áherslur eru í fyrirrúmi og fólki finnst það velkomið.
Yfirumsjón með starfinu hefur Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi. Auk hennar eru fleiri fagaðilar og alls kyns handverksfólk sem koma inn í starfsemina.
Starfsemi Ljóssins er rekin alla virka daga frá klukkan 8.30 til 16.30 síðdegis í þægilegu og rúmgóðu húsnæði að Langholtsvegi 43. Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðu samtakanna.
Ljósið eflir lífsgæðin
Oft þurfa krabbameinsgreindir að ganga í gegnum erfiðar aðgerðir á sjúkrahúsum og langvarandi lyfjagjöf á eftir. Við það getur sambandið rofnað við vinnustað, tómstundir og annað sem áður var hluti daglegs lífs og þáttur í samfélagsvirkninni. Hætt er einnig við að þeir einangrist og eigi erfiðara með að horfast í augu við framtíðina þegar áhyggjur af heilsu og félagslegum aðstæðum steðja að. Starfsemi Ljóssins snýst öðrum þræði um að styðja við bakið á þeim sem þurfa á stuðningi að halda, veita þeim aukin lífsgæði meðan á þessu erfiða tímabili stendur og búa þá undir að takast á við lífið á nýjan leik. Stór þáttur er að skapa svigrúm til að koma saman, njóta þess að blanda geði og hitta aðra. Boðið er upp á hollan mat í hádeginu gegn vægu verði.
Margir þurfa að taka sér frí frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna veikindanna. Þeir sem til þekkja vita hve erfitt er að vakna að morgni án þess að hafa að nokkru að hverfa. Má segja að starfsemi Ljóssins fylli þess konar tómarúm því að fólk getur leitað þangað hvern virkan dag vikunnar á sama hátt og færi það til vinnu. Með þáttöku í starfi Ljóssins geta krabbameinsgreindir öðlast trú á lífið og það getur gefið þeim kjark til þess að fara fyrr en ella út á vinnumarkaðinn í sitt fyrra starf - eða til að finna sér nýjan vettvang fyrir krafta sína.
Dagskrá Ljóssins
Í ljósinu er dagskrá alla virka daga og þannig úr garði gerð að allir finna eitthvað við sitt hæfi:
-
Jóga,
-
stafaganga,
-
hugleiðsla,
-
heilsunudd,
-
slökun,
-
sjálfstyrkingarnámskeið,
-
ungliðahópur,
-
aðstandendanámskeið,
-
líkamsrækt (í samvinnu við Hreyfingu í Glæsibæ),
-
menningarferðir,
-
listmeðferð,
-
ungir aðstandendur,
-
námskeið um umhirðu húðar/snyrting (forval),
-
námskeið í matargerð
-
leirlist,
-
handverkshús (prjónakaffihús, glerlist, skrartgripagerð, ullarþæfing, bútasaumur, leðursaumur, tréútskurður, trésmíðaverkstæði, körfugerð, saumar og fleira),
-
ýmislegt sem auglýst er sérstaklega á heimasíðu : Ljósið: http://ljosid.is/