Erlendir tenglar

Amerísk vefsvæði sem tengjast krabbameinslækningum, hefðbundum og óhefðbundnum

American Cancer Society, Krabbameinssamtök Bandaríkjanna.

American Pain Society. Verkir

American Institute of Holistic Theology. Þar er að finna leiðbeiningar um margvíslegar óhefðbundnar leiðir að heilsuvernd.

Cancer Information Service sem er hluti af National Cancer Institute.

National Alliance of Breast Cancer Organizations. Samtök krabbameinsfélaga í Bandaríkjunum.

National Cancer Institute Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna.

Osteoporosis and Related Bone Diseases – National Resource Center http://www.osteo.org Beinþynning

Antroposofi (mannspeki) og meðferð við krabbameini

Í inngangi að heimasíðu um þessa heimspekistefnu segir: "Allar manneskjur eiga sér grundvallarrétt sama hver frávikin eru. Við eigum rétt á að dafna og þroskast á eigin forsendum. Mannspeki Rudolf Steiner er þekkingarvegur sem vill sýna fram á samhengið milli ytri og innri veruleika. Það er leið sem getur gert það mögulegt að tileinka sér þekkingu, innsæi og nýja eiginleika." 

Bent er á heimasíðu heilsustofnunar í Svíþjóð, Vidarkliniken, sem rekin er á grunni þessarar stefnu. 

Jurtir, bætiefni o.fl. - Vísindalegar rannsóknir

Krabbameinsmiðstöð Memorial Sloan-Kettering sjúkrahússins (Memorial Sloan-Kettering Cancer Center - MSKCC) stendur að vefsíðu þar sem birtar eru allar nýjustu vísindalegar rannsóknir á jurtum, bætiefnum og fleira. Þar eru (á ensku) áreiðanlegar leiðbeiningar um hvað beri að varast að taka og hvað er í lagi. Þar getur fagfólk og krabbameinssjúklingar aflað sér áreiðanlegra upplýsinga. Mikið er um rangar upplýsingar á netinu um jurtir, vítamín og aðferðir til að vinna á krabbameini að dómi Dr. Barrie R. Cassileth sem er frumkvöðull á fræðasviði sem kallast samþættar krabbameinslækningar (Intergrative Oncologi) en hún hélt fyrirlestur um efnið á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins 11. júní 2009. Finna má talsvert á íslensku um jurtir, bætiefni og rannsóknir á þeim með því að smella hér.

Líkamsmassastuðull

Fýsi þig að láta reikna út líkamsmassastuðul þinn smellirðu á undirstrikuðu orðin: Centers for Disease Control and Prevention. Á forsíðunni er mynd af tveimur vasareiknum, annar ætlaður fullorðnum, hinn ætlaður börnum. Farðu þarna inn með því að smella. Í horninu uppi hægra megin á næstu mynd er hægt að velja að fá að setja tölur inn í metrakerfinu (Metric). Þá geturðu sett inn hæð (height) þína í metrum og sentimetrum, en notar punkt í stað kommu (t.d. 1.73) og þyngd (weight) í kílóum og grömmum (muna að nota punkt en ekki kommu) og ýtt á CALCULATE. Þá reiknar vélin og gefur þér svarið um hæl og segir þér jafnframt hvort þú ert of létt (Underweight), í eðlilegri þyngd (Normal), of þung (Overweight) eða allt of feit (Obese).

MediFocus®

Medifocus® svarar (á ensku) spurningum viðvíkjandi helstu sjúkdómum, greiningu á þeim og viðurkenndum læknismeðferðum. Þessi vefur er talinn mjög áreiðanlegur. Til að fá aðgang þarf að kaupa áskrift að bæklingum um einstaka sjúkdóma, MediFocus Guide Book, og er sjúkdómsheitum raðað í stafrófsröð í efnisyfirliti.

  • Hvad veldur sjúkdómnum og hver eru helstu einkenni hans?

  • Hvaða rannsóknir eru gerðar til að staðfesta greiningu sjúkdómsins?

  • Hvaða læknismeðferð/lyf eru viðurkennd við sjúkdómnum?

  • Hvaða lyf og meðferðarleiðir eru nýjastar við sjúkdómnum?

  • Benda einhverjar nýlegar rannsóknir til að ný og áhrifarík lyf séu í þróun sem geti aukið árangur meðferða eða bætt lífsgæði þeirra sem hafa sjúkdóminn?

  • Hvar er að finna lækna, vísindamenn, spítala, læknastöðvar sem hafa sérhæft sig í sjúkdómnum?

Wellness Directory of Minnesota® er áhugaverður vefur þar sem m.a. má lesa um samband sykurs og hvernig krabbameinsfrumur nærast. Þeir sem vilja fræðast enn frekar kynna sér niðurstöður Dr. Otto Warburg sem tvisvar var tilnefndur til Nóbelsverðlauna og fékk þau einu sinni fyrir uppgötvanir sínar. Hann komst að því að efnaskipti í krabbameinsfrumum eru gjörólík efnaskiptum heilbrigðra frumna sem þarfnast súrefnis. Þakkarræðu hans í tengslum við Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvanir hans og rannsóknir á sambandi krabbameins og súrefnis má lesa hér.

Sjúkrahús

Nöfn sjúkrahúsanna hér að neðan eru fengin úr bandarískri könnun, U.S.News and World Report: Best Hospitals  sem árlega birtir niðurstöðu mats á tæplega annað hundrað sjúkrahúsum. Þegar um krabbameinsmeðferð er að ræða eru eftirtaldin sjúkrahús hæst skrifuð og á heimasíðum þeirra má finna mikið af gagnlegum upplýsingum um brjóstakrabbamein og meðferð við því.

  1. University of Texas M.D. Anderson Cancer Center, Houston.

  2. Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, New York.

  3. Johns Hopkins Hospital, Baltimore.

  4. Mayo Clinic, Rochester, Minnesota.

ÞB