Tónlist

Þuríður Baxter var menntuð söngkona og mikill unnandi tónlistar. Tónlistarkaflinn hér er alfarið hennar val og uppbygging allt eftir því hvaða áhrif og lækningamátt tónlistinn hafði á hana. Kaflinn hér er birtur óbreyttur eins og hann var hjá henni en að sjálfsögðu hefur hver og einn sinn  smekk og þarfir í þessum efnum. 

Á stöku stað hefur heiti verks verið tengt við hljóðskrá inni á netinu. Gæði þannig hljóðskráa eru yfirleitt lítil en þær geta þó nægt til að gefa þér hugmynd um tónlistina og ákveða hvort þér finnst það ómaksins vert að leita að góðri útgáfu af verkinu á geislaplötu. Með heyrnartólum má bæta hljómgæði tölvunnar til mikilla muna.