Lækninga- og heilsujurtir
Aðalbláber (Vaccinium mytillus)
Aðalbláber innihalda virk efni sem auka ljósnæmi augans og hjálpa því að laga sig að breytingu á ljósmagni. Virk efni í aðalbláberjum hafa styrkjandi áhrif á örsmáa háræðaveggi augans.
-
Bæta sjón í myrkri.
-
styrkja þreytt augu.
Augnfró (Euphrasia officialis)
Nafn sitt fær jurtin af því að hún er talin lækna hvers kyns krankleika í augum. Getur gefist vel að baða augun úr urtaveig eða daufu seyði af jurtinni. Mjög góð við:
-
Þrálátu nefkvefi og frjókornaofnæmi,
-
hálsbólgu, bólgu í ennisholum og lungnakvefi,
-
styrkir slímhúð og þurrkar upp slím. Virkar vel gegn iðrakefi.
Ofsvefni hrindir hrafnaklukka;
hrindir svefnleysi fjólulauf,
mergruna skemmdum skeggið bukka,
skýrist af augnfró sjónin dauf;
við eitur, pest og ormanag
á sævar-hvönn og vind og slag.
Eggert Ólafsson, Búnaðarbálkur, 81
Birkilauf (Betula pubescens)
-
Mjög vökvalosandi jurt,
-
mild og ertir ekki nýrun,
-
mjög virk gegn bjúg.
Blágresi (Geranium sylvaticum)
Inniheldur mikið af tannini en það efni er barkandi og herpir saman líkamsvefi. Hefur verið notað við
-
særindum í hálsi,
-
niðurgangi og iðrakveisu,
-
sýkingu í tannholdi og munnangri,
-
langvinnum ristilkvillum,
-
til að örva starfsemi lifrar og gallblöðru,
-
bólgum í nýrum, þvagblöðru og gallblöðru,
-
miklum tíðablæðingum og útferð úr leggöngum,
-
magasári og bólgum í slímhúð,
-
innri blæðingum og gyllinæð.
Blóðberg (Thymus praecox)
Ráðlegt er talið að nota blóðberg við
-
sjúkdómum í öndunarfærum, hósta, hæsi, kvefi og flensu,
-
óþægindumm í meltingarfærum, við meltingartruflunum,
-
til að bæta meltingu,
-
lina magakrampa.
Brenninetla (Urtica dioca)
-
Mjög góð við hvers kyns húðvandamálum, nærir og mýkir húðina,
-
afar blóðhreinsandi og getur dregið úr kláða,
-
milt vökvalosandi og gagnast stundum við gigt,
-
örvar mjólkurmyndun í brjóstum mjólkandi kvenna og iðulega notuð í mjólkuraukandi te,
-
auðug af járni og því góð á meðgöngu.
Cayennepipar (Capsicum minimum)
Mjög örvandi fyrir öll líkamskerfi og því gott að taka hann með öðrum jurtum til að koma virkum efnum þangað sem þeirra er þörf. Jurtin er svitaörvandi og sýnt hefur verið með rannsóknum að hún gagnast við meltingartruflunum. Mjög bragðsterk.
Djöflakló (Harpagophytum procumbens)
-
Er notuð gegn fjölda vandamála í stoðkerfi líkamans, vöðvum og liðum,
-
verkjastillandi,
-
bólgueyðandi,
-
dregur úr verkjum í liðum og vöðvum svo sem bakverkjum, þvagsýrugigt, höfuðverk, taugaverk, liðagigt og bólgum í liðpokum,
-
inniheldur mikið af bitrungum sem örva kirtlastarfsemi í meltingarvegi.
Engifer (Zingeber officinalis)
-
Er góður við meltingartruflunum,
-
ógleði, þembu og krampa í maga,
-
mjög virkur gegn ferðaógleði,
-
örvar blóðrás, einkum til yfirborðs og getur gagnast gegn hand- og fótkulda,
-
engiferte er notað við kvefi og hósta í kínverskum lækningum.
Fennel (Foeniculum vulgaris)
-
Notað í ungbarnate til að losa börn við magaþembu,
-
gegn mildum magakrömpum,
-
örvar matarlyst,
-
örvar mjólkurmyndun í brjóstum mjólkandi kvenna,
-
notað í hóstamixtúrur.
Fífillauf (Taraxacum officinalis folia)
Gott er að nota fífillauf í salöt snemma vors áður en þau verða stór og trénast. Í Miðjarðarhafslöndum eru þau notuð í "vorhreinsikúra" því þau stuðla að hreinsun líkamans.
-
Milt þvagörvandi og notað í vökvalosandi te,
-
inniheldur kalíum sem tapast við losun vökva,
-
inniheldur beisk efni sem m.a. örva losun úrgangsefna og hreinsun líkamans,
-
notuð við lifrarkvillum á sama hátt og fífilrót.
Fífilrót (Taraxacum officinalis radix)
-
Mest notuð við lifrar- og galalsjúkdómu,
-
heppileg þegar lifrin er undir álagi, t.d. vegna lyfjaneyslu,
-
eykur matarlyst með því að örva myndun magasýra,
-
gott að gefa hana fólki með litla matarlyst og hæga starfsemi meltingarfæra,
-
má nota til að byggja sig upp eftir veikindi.
Fjallagrös (Lichen islandicus)
-
Notuð við hósta og hæsi og öðrum óþægindum í öndunarfærum,
-
styrkja ónæmiskerfið,
-
notuð við lystarleysi og magaóþægindum
-
innihalda beiska lichensýru sem virkar vel á magann.
Freyspálmi (Sabal serrulata)
Úr jurtinni er unnið bætiefni sem notað er
-
gegn góðkynja stækkun blöðruhálskirtils.
Í mörgum löndum opinberlega viðurkennd meðferð, m.a. í Frakklandi, Þýskalandi, Austurríki og Spáni.
Garðabrúða (Valeriana officinalis)
Fólk með of lágan blóðþrýsting og barnshafandi konur ættu ekki að nota hana.
-
Róandi og slakandi verkun.
-
Notuð við svefnleysi og svefntruflunum
-
Gefst vel við óróleika og streitu.
Geislablað (Ruscus aculeatus)
Rannsóknir sýna að geislablað ásamt flavonóíðum gagnast til að lækka kólestról. Jurtin inniheldur efni sem
-
styrkja æðaveggi
-
virðist hafa víkkandi áhrif á slagæðar
-
virðist hafa samandragandi áhrif á bláæðar.
Ginseng (Panax ginseng)
Barnshafandi konur ættu ekki að nota ginseng án samráðs við lækni.
-
Styrkjandi fyrir ónæmiskerfið,
-
súrefnisnýting eykst með ginsengi.
Ginseng Síberíu (Eleutherococcus senticosus)
Áður oftast nefnd "rússnesk rót" og vex villt í Rússlandi. Frekar mild jurt sem hentar bæði ungu fólki og öldnu. Barnshafandi konur mega nota hana, en ekki aðrar ginsengtegundir.
-
Notuð til að auka einbeitingu í prófum
-
þar sem fólk er undir miklu álagi við æfingar eða vinnu,
-
virkar vel á þá sem hafa verið þreyttir lengi, eftir mikla vinnu og streitu,
-
styrkjandi fyrir ónæmiskerfið, einkum þegar langvarandi kvillar hrjá fólk,
-
veitir líkamanum aukna orku.
Glitbrá (Tanacetum parthenium)
Í jurtinni er efni sem kemur í veg fyrir losun á seretonin.
-
Notuð við mígreni og höfuðverk,
-
hitalækkandi,
-
notuð við gigt með öðrum jurtum.
Gullgras (Solidago virgaurea)
Einhver virkasta jurtin fyrir nýru og þvagfæri. Leiði nýrnasjúkdómur til hækkunar blóðþrýstings kemur gullgras að gagni því að hún stuðlar að víkkun nýrnaæða sem gætu hafa þrengst vegna sjúkdómsins.
-
Einstaklega vökvalosandi
-
Styrkir starfsemi nýrna
-
Örvar þvaglát.
Gulmaðra (Galium verum)
Hefur verið notuð við/sem
-
vatnslosandi,
-
þrálátum húðsjúkdómum, t.d. sóríasis,
-
þvaglátstregðu og sársauka við þvaglát,
-
lungna- og brjóstholskvillum,
-
hita og bólum,
-
nýrna- og blöðrusteinum, krampalosandi og róandi,
-
til að framkalla svita og örva matarlyst,
-
ertingu í nýrum og blöðrubólgu,
-
styrkjandi, barkandi og hreinsandi.
Hafragras gænt (Avena sativa)
Grænir hafrar innihalda efni sem hafa merkilega góð áhrif á taugakerfið. Aftur í aldir hafa óþroskaðir hafrar verið notaði við
-
svefnleysi,
-
streitu,
-
kvíða,
-
almennri taugaþreytu.
-
Te gert úr höfum er ráðlagt við liðverkjum og gegn bjúgi,
-
Hafraböð hafa góð áhrif á ýmis húðvandamál, s.s. exem og brunasár.
Hibiscus (Hibiscus sabdariffa)
Jurtin gefur gott bragð í te sem verður fallega rautt. Inniheldur örlítið c-vítamín og nokkrar sýrur sem gefa henni súra bragðið.
-
milt vökvalosandi.
Hindberjalauf (Rubus ideus)
-
Milt stemmandi og því ráðlögð við niðurgangi
-
Notuð sem munnskoð við bólgum í munni og hálsi.
Hjartafró (Melissa officinalis)
Í kjarnaolíunni er vírusdrepandi efni sem gagnast oft gegn frunsum.
-
Notuð til að róa hugann,
-
virkar róandi á magann þegar streita leggst á hann og veldur meltingartruflunum, vindgangi, súrum maga, ógleði og krampa.
-
Melissute er gott við óróleika og pirringi.
Hvannarfræ og hvannarlauf (Angelica archangelica)
Kínahvönn (Angelica sinensis) og skyldar jurtir eru taldar innihalda estrógenlík efni. Konum með estrógen- eða prógesterónjákvætt krabbamein er ráðið frá að nota þær. Hvannarfræ innihalda terpen sem fullyrt er að hefti vöxt krabbameinsfrumna, svo og efnið fúranokúmarín sem fullyrt er að hafi svipuð áhrif.
Hafa verið notuð til að/sem
-
framkalla svita,
-
auðelda meltingu og lina magakrampa,
-
vinna gegn kvefi og flensu,
-
vinna gegn þróttleysi og auka starfsorku,
-
hafa áhrif á öndunar- og brjóstholskvilla,
-
auka blóðflæði til jaðarhluta líkamans, en aukið blóðflæði var talið auðvelda að hósta upp kvefslími,
-
vatnslosandi og styrkjandi.
Hvannarrót (Angelica archangelica)
Efni í rótinni eru talin geta haft áhrif á vöxt og útbreiðslu sveppa. Hvannarót hefur verið notið til að/við:
-
Listarleysi,
-
maga- og þarmakrampa,
-
vinna gegn kvefi og flensu
-
vinna gegn öndunar- og brjóstholskvillum og bronkítis,
-
greiða fyrir meltingu,
-
auka blóðflæði til jaðarhluta líkamans,
-
svitaaukandi,
-
slímlosandi,
-
styrkjandi,
-
vindeyðandi,
-
gigt og þvagfærasjúkdómum.
Hvítlaukur (Allium sativum)
Rannsóknir benda til að reglulega neysla hvítlaus fyrirbyggi hjartasjúkdóma. Hann er notaður til að
-
fyrirbyggja æðakölkun,
-
lækka kólesteról í blóði,
-
fyrirbyggja kvef og flensu,
-
auka viðnámsþrótt gegn sjúkdómum.
Kærkomin fæðubót í skammdeginu.
Jónsmessurunni (e. St. John's Wort; Hypericum perforatum)
Þessi jurt er fyrst og fremst notuð við vægu þunglyndi
-
styrkir taugar,
-
getur gagnast við svefnleysi þegar fólk nær ekki að halda svefi yfir nóttina og er sífellt að vakna,
-
ráðlögð gegn taugaspennu hjá konum á breytingaskeiði.
Kamilla (Chamomilla recutita)
Þessi jurt er mjög mild og má því gefa bæði börnum og gamalmennum. Virkar vel á börn sem hafa órólegan maga og geta ekki sofnað. Í náttúrulækningum notuð við
-
magabólgum,
-
ristilbólgu,
-
þembu,
-
magakrömpum og öðrum þrautum í meltingarfærum,
-
virkar græðandi á slímhúð.
Kínahvönn (Dong Quai (e); Angelica sinensis)
Dong Quai (Angelica) og skyldar jurtir eru taldar innihalda estrógenlík efni. Konum með estrógen- eða prógesterónjákvætt krabbamein er ráðið frá að nota þær. Kínahvönn er ein vinsælasta og virtasta jurt í Kína næst á eftir ginsengi. Hún hefur
-
jákvæð áhrif á ýmis vandamál kvenna,
-
ráðlögð við þraumum breytingarskeiðs kvenna,
-
í Kóna einnig notuð við bjúg og óreglulegum blæðingum.
Klóelfting (Horsetail (e); Equisetum arvense)
Helsta virka efni elftingar er kísilsýran sem styrkir allan bandvef í líkamanum, hár, húð, neglur, bein og sinar. Jurtin inniheldur mikið af flavóníðum sem er forsenda þess að líkaminn geti nýtt sér kísil sem fæðubót. Líflaust hár og neglur sem klofna geta verið merki um kísilskort. Hefur í náttúrulækningum verið notuð við/sem:
-
vökvalosandi og getur gagnast við mörgum liðakvillum,
-
nýrna- og blöðrukvillum almennt, sérstaklega blöðrubólgu, nýrna- og blöðrusteinum.
-
styrkjandi fyrir neglur, hár og bein,
-
húðsjúkdómum og exemi,
-
bjúg og krónískri fótabólgu,
-
sjúkdómum í blöðruhálskirtli,
-
þvagsýrugigt, gigt og liðbólgu,
-
brjóstholskvillum eins og lungnaþembu, nasa- lungna- og magablæðingum,
-
miklum tíðablæðingum,
-
til að laga skaddaðan bandvef, auk styrk hans og teygjanleika.
Lakkrísrót (Licorice Root (e); Glychyriza glapra)
Lakkrísrót inniheldur efni sem heitir glycyrrhizin og sé það efni tekið í miklu magni, getur það valdið háþrýstingi og skorti á kalíum. Fundin hefur verið leið til að fjarlægja þetta efni úr rótinni og framleiða glycyrrhizin-sneydda lakkrísrót (DGL). Rannsóknir hafa leitt í ljós að hún er virk gegn magabólgum og getur jafnvel stuðlað að bata við magasári.
- notuð við óþægindum í öndunarfærum, svo sem hósta og hæsi.
- Einnig er ráðlagt að nota hana við munnangri.
Lapacho (Pau D'Arco (e); Tabebuia impetignosa)
- styrkir ónæmiskerfið,
- ráðlögð við candida sveppasýkingu,
- notuð gegn vírus- og bakteríusýkingum,
- almennt uppbyggjandi fyrir líkamann og fyrirbyggir veikindi.
Lavender (Lavandula angustifolia)
Lavender er róandi jurt bæði fyrir miðtaugakerfi sem og öndunarfæri. Er sjaldan notuð ein sér, heldur í blöndur.
- í te til að róa taugar undir álagi,
- í svefnte.
Lindiblóm/Garðalind (Lime tree/Linden (e), Tilia europea)
Mild og góð róandi jurt, heppileg sem kvöldte eða svefnte.
- mýkjandi áhrif á háls við hósta og hæsi.
Maríustakkur (Lady's mantle (e), Alchemilla vulgaris)
- við þrautum á breytingaskeiði,
- við tíðaþrautum,
- í hreinsikúra.
Mjaðurt (Meadowsweet (e), Filipendula ulmaria)
- ráðlögð við magabólgum,
- talin slá á miklar magasýrur,
- notuð við gigtarkvillum og liðbólgum.
Mjaðurt inniheldur m.a. salisýlsykrunga og hefur mild verkjastillandi áhrif.
Mjólkurþistill (Milk Thistle (e), Cardus marianus)
Þessi jurt á sér langa hefð sem lækningajurt, ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi í heimi hefðbundinna lyfja. Í náttúrulækningum notuð gegn gulu.
- mikið notuð gegn lifrarbólgu sem tengist áfengisneyslu,
- notuð gegn lifrarbólgu af völdum veira,
- gegn skorpulifur og eitrunum í lifur,
- til að vernda lifrina þegar notuð eru lyf sem geta skaðað hana.
Morgunfrú (Marigold (e), Calendula officialis
Þetta er græðandi jurt sem aðallega er notuð í krem og smyrsl. Seyði af henni eða smyrsl eru notuð á sár sem gróa illa, meiðsli og marbletti og bólgur í naglaböndum.
Mukul myrra (Commiphora mukul)
Úr gulleitri kvoðu sem finnst í bol þessa litla þyrnótta runna er unnið efni sem heitir guggelsteron. Sýnt hefur verið fram á að það minnkar magn slæms kólesteróls (LDL og VLDL) en eykur magn góðs kólesteróls (HDL).
- Minnkar magn slæms kólesteróls.
- Dregur úr samloðun blóðflaga.
Musteristré (Ginkgo biloba)
Efni í laufum mesteristrés örvar blóðstreymi til grennstu æða, m.a. á heilasvæði og eykur þar með súrefnisflæði til heilans.
- Eykur súrefnisflæði til heilans.
- Má með góðum árangri nota við hand- og fótkulda.
Mynta (Mentha spicata)
Svipuð virkni og hjá piparmyntu, en mildari.
- Örvar kirla í meltingarkerfi.
- Eykur gallrennsli.
- Róandi og krampastillandi áhrif á meltingarfæri.
Piparmynta (Mentha peperita)
Svipuð virkni og hjá myntu, en kröftugri.
- Örvar kirla í meltingarkerfi.
- Eykur gallrennsli.
- Róandi og krampastillandi áhrif á meltingarfæri.
Rauðrunnate (Aspalathus linearis)
Inniheldur ekkert koffín og sáralítið tannín.
- Getur slegið á óþægindi í maga og þörmum.
Rauðsmári (Trifolium pratense)
Rauðsmári getur truflað verkun móthormónalyfja. Ekki er mælt með honum fyrir konur sem eru með brjóstakrabbamein með estrógenviðtökum (estrógen-jákvætt brjóstakrabbamein). Rannsóknir benda til að hann hafi lítil sem engin áhrif á hitakóf. Hefur verið notaður til að/við:
- Draga úr einkennum tíðahvarfa.
- Kíghósta.
- Asma.
- Bronkítis.
- Meltingartruflunum.
Regnálmur (Ulmus fulva)
Í jurtinni eru slímefni sem þekja innri veggi meltingarfæra. Mýkjandi.
- Góður við þrautum af völdum of mikilla magasýra.
- Góður við brjóstsviða.
- Ráðlagður við ristilkrampa.
- Góð við hósta og eymslum í hálsi.
Rósaber (Rosa canina)
Auðug af C-vítamíni. Mjög nærandi. Bragðið er ljúffengt og því aðallega notuð í te.
Rósmarín (Rosemarinus officinalis)
- Virkar örvandi á blóðrás.
- Útvortis er rósmarínolía góð við lið- og vöðvaverkjum.
Salvía (Salvia officinalis)
Jurtin hefur áhrif á estrógenmyndun líkamans þótt hún innihaldi ekki estrógenlík efni. Hún er því ráðlögð við svitakófum sem fylgja breytingaskeiði kvenna. Ekki ráðlegt fyrir konur með estrógentengt brjóstakrabbamein.
- Notað við bólgum í tannholdi og munni.
- Notað við eymslum í hálsi.
- Notað til að draga úr svita.
Sigurskúfur (Epilobium angustifolium)
Talinn barkandi, styrkjandi, róandi og vatns- og slímlosandi. Hefur verið notaður við/sem:
- Bólgu- og bjúgeyðandi.
- Hita.
- Erfiðleikum vegna þvagláts.
- Niðurgangi.
Slöngujurt (Cimicifuga racemosa)
Forstigsrannsókn á einstökum frumum gefur til kynna að slöngujurt virki á einhvern hátt á estrógenviðtaka frumna. Þar til meira er vitað er konum með brjóstakrabbamein eða þeim sem miklar líkur eru á að fái það, ráðlagt að taka ekki inn slöngujurt.
- Talin góð fyrir konur á breytingaskeiði vegna þess að hún inniheldur estrógenlík jurtahormón.
- Getur dregið úr þurrki í leggöngum
- Getur hjálpað við að fyrirbyggja beinþynningu.
Sólhattur (Echinacea purpurea)
- Styrkir ónæmiskerfið
- Fyrirbyggir vírus- og bakteríusýkingar.
- Flýtir bata sé hann tekinn um leið og vart verður fyrstu einkenna kvefs eða flensu.
Trönuber (Vaccinium macrocarpon)
Í berjunum eru efni sem koma í veg fyrir að bakteríur geti fest sig við veggi þvagblöðru.
- Virkar mjög vel við blöðrubólgu.
Túnfífill (Taraxacum officinalis)
Notaður áður fyrr til að vinna bug á hita og lækka blóðþrýsting. Er mjög vatnslosandi, en veldur ekki tapi á kalíum. Hefur verið notaður sem/við:
- Lystarleysi.
- Tíðateppu.
- Meltingartruflunum og vindgangi.
- Gigt, liðagigt.
- Svefnleysi.
- Hægðatregðu.
- Exemi og öðrum húðsjúkdómum.
Ylliblóm (Sambucus nigra)
Þau eru notuð til að lækka líkamshita með því að örva svita og stuðla að hreinsu líkamans og bata við kvefi og flensu.
- Styrkja slímhúð í efri öndunarfærum.
- Koma í veg fyrir sýkingar.
- Ráðlögð við gigt vegna svitaörvandi áhrifa.
Ycca (Yucca schidigera)
Eyðimerkurplanta sem notuð hefur verið af indíánum um aldir.
- Við gigt og gigtarverkjum.
- Við þrautum í maga og þörmum.
Vallhumall (Achillea millefolium)
Græðandi jurt sem notuð er í smyrsl og böð.
- Græðandi.
- Ráðlagður fyrir meltingarfæri, við magakrampa, magabólgum og meltingartruflunum.
- Örvar gallrennsli.
Wild yam (Dioscorea villosa)
Inniheldur prógesteronlík jurtahormón.
- Notuð við fyrirtíðarspennu.
- Vandamál tengd breytingarskeiði.
Ætihvönn (Angelica archangelica)
Dong Quai (Angelica) og skyldar jurtir eru taldar innihalda estrógenlík efni. Konum með estrógen- eða prógesterónjákvætt krabbamein er ráðið frá að nota þær. Hvannafræ innihalda terpen sem fullyrt er að hefti vöxt krabbameinsfrumna, svo og efnið fúranokúmarín sem fullyrt er að hafi svipuð áhrif.
- Styrkir ónæmiskerfið.
ÞB