Styrktaraðilar
Eftirfarandi eru nöfn þeirra sem hafa styrkt vefinn með beinum eða óbeinum hætti bæði á meðan hann var í umsjá stofnandans Þuríðar Baxter og síðar. Öllum þessum styrktaraðilum eru færðar innilegar þakkir fyrir aðkomu sína að verkefninu.
Hugsmiðjan var stofnuð árið 2001 og er eitt reyndasta veffyrirtæki Íslands. Eplica vefumsjónarkerfi Hugsmiðjunnar er í fararbroddi íslenskra vefkerfa varðandi aðgengi allra notenda og er notað á yfir 300 vefsvæðum fyrirtækja, stofnana og samtaka.
Starfsmenn Hugsmiðjunnar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að nýta þekkingu sína til að láta gott af sér leiða. Auk þess að láta sig varða aðgengi fatlaðra að vefjum og þjónustu er Hugsmiðjan virkur þátttakandi í því að styrkja góð málefni.
Eigendur Hugsmiðjunnar, fyrrverandi og núverandi, gerðu það mögulegt á sínum tíma að setja upp vefinn brjostakrabbamein.is með því að leysa af hendi alla vinnu við hann endurgjaldslaust.
Styrkir fengust árið 2009 til útgáfu á kynningarefni frá Krabbameinsfélagi Íslands, kr. 500 þúsund og Samhjálp kvenna, kr. 250.000 sem einnig nýttust til að greiða fyrir hýsingu og þjónustu.
Ekki var leitað styrkja árið 2010.
Á árinu 2011 fengust styrkir til rekstursins frá Krabbameinsfélagi Íslands, kr. 250 þúsund, Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, kr. 150 þúsund, Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar kr. 100 þúsund, Samhjálp kvenna, kr. 50 þúsund, frá Össuri hf kr. 50 þúsund, Sverri Kristinssyni, kr. 25 þúsund og frá Gerrit Schuil kr. 10 þúsund sem í stað þess að senda vinum og vandamönnum hefðbundið jólakort sendir árlega kveðjur rafrænt og styður gott málefni með því sem sparast. Þetta árið naut brjostakrabbamein.is góðs af því.
Hinn 25. nóvember 2011 var Þuríði veitt viðurkenning og styrkur úr Samfélagssjóði Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 500 þúsund.

Í febrúar 2016 veitti Minningarsjóður líknardeildar og heimahlynningar vefsíðunni styrk að upphæð 150.000 til þess að standa straum af kostnaði við endurnýjun síðunnar. Stofnandi vefsins Þuríður Baxter lést árið 2012. Hún naut aðstoðar Heimahlynningar við lífslok og lést á Líknardeildinni.