Spurt og svarað
Spurt og svarað - Almennt um brjóstakrabbamein
Það sem þú ekki veist KANN að skaða þig. Rangar upplýsingar geta gert það að verkum að þú gerir þér ekki grein fyrir hverjar eru þínar eigin líkur á að fá brjóstakrabbamein og það getur komið í veg fyrir að þú verndir heilsuna eins vel og þér annars væri unnt. Hafðu staðreyndir á hreinu og verndaðu sjálfa þig.
Lesa meiraSpurt og svarað um skurðaðgerðir
Alls kyns sögusagnir hafa gengið frá einni kynslóð til annarrar um aðgerðir vegna brjóstakrabbameins. Nógu erfitt er að fást við staðreyndir sjúkdómsins án þess að þurfa að kvíða einhverju sem á sér enga stoð. Miklu skiptir að láta ekki útbreiddan misskilning koma í veg fyrir að leitað sé bestu fáanlegrar meðferðar. Á eftir fara nokkrar af algengustu sögusögnum um skurðaðgerðir vegna brjóstakrabbameins.
Lesa meiraSpurt og svarað um geislameðferð
Eðlilegt er að manneskja sem er að byrja nýja læknismeðferð sé svolítið smeyk – jafnvel dauðskelfd eftir atvikum. Hjá konum sem eru að byrja í geislameðferð virðist þessi ótti að einhverju leyti eiga sér rætur í og styrkjast af algengum misskilningi í sambandi við meðferðina.
Lesa meiraSpurt og svarað um lyfjameðferð
Nú til dags er meðferð með krabbameinslyfjum mun þolanlegri en hún var fyrir aðeins fáeinum árum. Fyrir margar konur er hún aðeins eins konar "trygging", eða fyrirbyggjandi aðgerð í því skyni að draga úr líkum á að krabbamein taki sig upp á ný. Mikilvægt er að hafa í huga að krabbameinslyf hafa sjaldnast nokkur áhrif á frumur sem ekki skipta sér ört, eins og þær sem er að finna í lifur og nýrum. Mestu máli skiptir í lyfjameðferð við krabbameini að lyfin séu rétt sett saman, hvorki meira né minna en fyrirskipaðir skammtar segja til um.
Lesa meira