Tilgangur

Markmið vefsins

 

Markmið þessa vefs er að auka alhliða þekkingu brjóstakrabbameini. Efnið er einkum ætlað sjúklingum og aðstandendum, fagfólki og nemum í heilbrigðisvísindum og öllum þeim sem fjalla um efnið á einn eða annan hátt og vilja sækja sér gagnreyndar upplýsingar.

Að stofni til er efni þessa vefseturs þýtt og staðfært af http://www. breastcancer.org með góðfúslegu leyfi Dr. Marissa Weiss.  Að baki henni stendur 60 manna hópur bandarískra sérfræðinga á öllum sviðum krabbameinslækninga, einkum brjóstakrabbameins (læknaráðið).

Vefurinn birtist nú í nokkuð breyttu formi í takt við nútímakröfur. Hér á Íslandi er árangur í meðferð og lækningu brjóstakrabbameins á meðal þess besta í heiminum. Við greiningu skiptir máli að geta fljótt beint athyglinni að bata og þátttöku í eigin bata. Þekking á sjúkdómnum og einkennum hans er lykilatriði. 

Greining alvarlegs sjúkdóms felur í sér miklar breytingar. Viðbrögð einstaklinga eru mismunandi en fyrir flesta er sjúkdómsgreiningin áfall. Dæmi eru þó um að finna fyrir vissum létti þar sem aðdragandi að sjúkdómsgreiningunni hefur verið langur, einkenni óljós eða fólk dregið að leita læknis.

Æðruleysi og auðmýkt gagnvart því sem er óumflýjanlegt í lífinu skapa ákveðið viðhorf til þess að takast á við erfiðar aðstæður. Við greiningu alvarlegs sjúkdóms breytist tilgangur lífsins hjá flestum og alúð þarf að leggja í nýja forgangsröð og að takast á við sjúkdóminn.

Það er von þeirra sem tóku við þessu vefsvæði af Þuríði Baxter að sá baráttuhugur sem fylgdi þessari góðu gjöf skili sér í aukinni almennri þekkingu og skilningi á brjóstakrabbameini. 

Blóm